Nýir gígar hafa augljóslega dregið að mannfjölda, en í gærmorgun var tilkynnt um að gígunum hefði fjölgað. RAX náði einstökum myndum af gosinu í rökkrinu og leyfum við þeim að tala sínu máli.

Göngufólk á öllum aldri hefur gert sér ferð upp að gosinu síðustu vikur.

Tveir nýir gígar bættust við í gær svo þeir sem höfðu áður komið að gosinu fengu að sjá margt nýtt og spennandi.

Veðrið var gott á gossvæðinu í gær og var því fjölmennt á svæðinu fram á kvöld.

Fólk var misjafnlega vel útbúið. Flestir voru klæddir í góðan útivistarklæðnað en þó er enn nokkuð um að fólk gangi upp að gosinu á gallabuxum og strigaskóm.

Ljósmyndarar og áhugaljósmyndarar keppast um að ná flottum myndum af þessari mögnuðu sýningu sem móðir náttúra býður nú upp á.

Stemningin við gosið er oftast mjög góð og reyna flestir að virða fjarlægðarmörk, þó að það reynist oft erfitt í stærstu brekkunni.

Enn er töluvreður kraftur í þessu þó að það hafi gosið í tæpan mánuð samfleytt-

Símasjálfur á gosstað virðist vera algjör skylda, enda ekki á hverjum degi sem okkur gefst færi á svona flottum bakgrunni.

Mörgum finnst undrandi að Íslendingar flykkist í áttina að eldgosi en ekki frá því. Sumir fara meira að segja óþæginlega nálægt glóandi hrauninu.-

Samkvæmt jarðvísindadeild Háskóla Íslands jókst virknin í gosinu þegar nýju gígarnir mynduðust í gær.
