Innlent

RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
RAX með myndvélina og Árni Gunnarsson við stjórnvölinn í flugvélinni.
RAX með myndvélina og Árni Gunnarsson við stjórnvölinn í flugvélinni.

Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum.

RAX flaug yfir gossvæðið með Árna Gunnarssyni vini sínum við sólarupprás í morgun. Flugferð þeirra Árna var fest á 360° myndband sem sjá má hér að neðan.

Hægt er að nota músina til þess að breyta sjónarhorninu í myndbandinu og þannig bæði virða fyrir sér eldgosið og sömuleiðis RAX við ljósmyndunarstörf í vélinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.