Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 08:48 Gaetz með Trump fyrrverandi forseta á hafnaboltaleik. Þingmaðurinn hefur verið einn einarðasti stuðningsmaður Trump á þingi. AP/Andrew Harnik Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída sem hefur verið einn harðasti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi forseta á þingi. Svo virðist sem að böndin hafi borist að honum eftir að rannsókn hófst á Joel Greenberg, fyrrverandi skattheimtumanni í Seminole-sýslu í Flórída, sem er grunaður um mansal á stúlku undir lögaldri. Greenberg þessi hefur veitt saksóknurum dómsmálaráðuneytisins upplýsingar um hvernig þeir Gaetz greiddu konum fyrir kynlíf í reiðufé eða með gjöfum frá því í fyrra, að sögn Washington Post. Með því vonist Greenberg til þess að ná samkomulagi við saksóknarana um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Neitar allri sök Gaetz hefur hafnað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og að hann hafi nokkru sinni greitt fyrir kynlíf. Hann hefur ekki verið ákærður eða sakaður um glæp í rannsókninni til þessa. Sakar Gaetz fyrrum félaga sinn Greenberg um að reyna að klína á sig sök í málinu. Áður hefur hann fullyrt að málið tengist fjárkúgun gegn sér og föður sínum. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú samhliða rannsókn dómsmálaráðuneytisins ásakanir um að Gaetz hafi sýnt fólki myndir af nöktum eða berbrjósta stúlkum í þingsal Bandaríkin Tengdar fréttir Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída sem hefur verið einn harðasti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi forseta á þingi. Svo virðist sem að böndin hafi borist að honum eftir að rannsókn hófst á Joel Greenberg, fyrrverandi skattheimtumanni í Seminole-sýslu í Flórída, sem er grunaður um mansal á stúlku undir lögaldri. Greenberg þessi hefur veitt saksóknurum dómsmálaráðuneytisins upplýsingar um hvernig þeir Gaetz greiddu konum fyrir kynlíf í reiðufé eða með gjöfum frá því í fyrra, að sögn Washington Post. Með því vonist Greenberg til þess að ná samkomulagi við saksóknarana um vægð. Rannsóknin beinist að því hvort að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum til kynferðislegra athafna. Grunur leikur á að þeir hafi jafnvel báðir átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku sem Greenberg er sakaður um að greitt fyrir kynlíf. Vísbendingar komu fram við rannsóknina um að Gaetz hefði gerst sekur um mansal með því að greiða stúlkum til að ferðast með sér á milli ríkja. Neitar allri sök Gaetz hefur hafnað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og að hann hafi nokkru sinni greitt fyrir kynlíf. Hann hefur ekki verið ákærður eða sakaður um glæp í rannsókninni til þessa. Sakar Gaetz fyrrum félaga sinn Greenberg um að reyna að klína á sig sök í málinu. Áður hefur hann fullyrt að málið tengist fjárkúgun gegn sér og föður sínum. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú samhliða rannsókn dómsmálaráðuneytisins ásakanir um að Gaetz hafi sýnt fólki myndir af nöktum eða berbrjósta stúlkum í þingsal
Bandaríkin Tengdar fréttir Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38 Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. 10. apríl 2021 12:38
Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. 30. mars 2021 23:14
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent