Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2021 20:05 Myndefni úr búkmyndavél lögreglukonunnar sýnir þegar hún skaut Wright með skammbyssu. Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. Í kjölfar drápsins á Wright þann 11. apríl síðastliðinn hefur mótmælaalda risið í Brooklyn Center og víðar. Á blaðamannafundi í gær sagði Gannon að hann teldi að um mistök hjá lögreglukonunni, Kim Potter, hafi verið að ræða. Hún hafi ætlað að teygja sig eftir rafbyssu en tekið í misgripum upp skammbyssu sína og skotið Wright til bana. Potter hefur einnig látið af störfum hjá lögreglunni í borginni. Borgarstjóri Brooklyn Center, Mike Elliot, hefur þegar fundið eftirmann Gannons, Tony Gruenig. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hefur Gruenig 19 ára starfsreynslu innan lögreglunnar. Rannsókn á dauða Dauntes Wright hefur verið sett af stað en samfélagið í Minnesota er á nálum þessa dagana þar sem réttarhöldin yfir Derek Chauvin standa yfir í Minneapolis. Fyrrverandi lögregluþjónninn Chauvin er sakaður um að hafa myrt hinn svarta George Floyd í fyrra. Dauði Floyds varð kveikjan að umfangsmiklum mótmælum gegn kerfisbundnum rasisma og lögregluofbeldi víðs vegar um heiminn. Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. 13. apríl 2021 09:47 Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00 Átök brutust út eftir að lögregla skaut svartan mann til bana Til átaka kom í úthverfi bandarísku borgarinnar Minneapolis í gærkvöldi eftir að lögreglumenn skutu ungan svartan mann til bana eftir að þeir höfðu stöðvað för hans. 12. apríl 2021 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Í kjölfar drápsins á Wright þann 11. apríl síðastliðinn hefur mótmælaalda risið í Brooklyn Center og víðar. Á blaðamannafundi í gær sagði Gannon að hann teldi að um mistök hjá lögreglukonunni, Kim Potter, hafi verið að ræða. Hún hafi ætlað að teygja sig eftir rafbyssu en tekið í misgripum upp skammbyssu sína og skotið Wright til bana. Potter hefur einnig látið af störfum hjá lögreglunni í borginni. Borgarstjóri Brooklyn Center, Mike Elliot, hefur þegar fundið eftirmann Gannons, Tony Gruenig. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hefur Gruenig 19 ára starfsreynslu innan lögreglunnar. Rannsókn á dauða Dauntes Wright hefur verið sett af stað en samfélagið í Minnesota er á nálum þessa dagana þar sem réttarhöldin yfir Derek Chauvin standa yfir í Minneapolis. Fyrrverandi lögregluþjónninn Chauvin er sakaður um að hafa myrt hinn svarta George Floyd í fyrra. Dauði Floyds varð kveikjan að umfangsmiklum mótmælum gegn kerfisbundnum rasisma og lögregluofbeldi víðs vegar um heiminn.
Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. 13. apríl 2021 09:47 Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00 Átök brutust út eftir að lögregla skaut svartan mann til bana Til átaka kom í úthverfi bandarísku borgarinnar Minneapolis í gærkvöldi eftir að lögreglumenn skutu ungan svartan mann til bana eftir að þeir höfðu stöðvað för hans. 12. apríl 2021 07:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Ætlaði að beita rafbyssu: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í úthverfi Minneapolis í Bandaríkjunum, annað kvöldið í röð eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögregluþjóni. Umræddur lögregluþjónn ætlaði að taka upp rafbyssu sína en tók fyrir mistök upp alvöru byssu. 13. apríl 2021 09:47
Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00
Átök brutust út eftir að lögregla skaut svartan mann til bana Til átaka kom í úthverfi bandarísku borgarinnar Minneapolis í gærkvöldi eftir að lögreglumenn skutu ungan svartan mann til bana eftir að þeir höfðu stöðvað för hans. 12. apríl 2021 07:00