Smitin möguleg vísbending um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2021 18:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/Vilhelm Verulegar tilslakanir verða gerðar á samkomutakmörkunum á fimmtudag þegar opna má á ný sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, leikhús og bari. Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til. Tilslakanir verða endurskoðaðar ef svo reynist. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag verulegar tilslakanir á samkomubanni. Nýjar reglur taka við á fimmtudag og gilda í þrjár vikur. „Sóttvarnalæknir er minn sérfræðingur á þessu sviði og hann sagði strax fyrir þremur vikum að við ættum að grípa hratt í handbremsuna og það myndi þá gefa okkur tilefni til þess að slaka tiltölulega hratt á að þremur vikum liðnum. Og það er bara akkúrat það sem er að gerast núna,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenn fjöldatakmörk fara úr tíu í tuttugu manns. Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði opna og mega taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda. Sviðslistir hefjast á ný og eitt hundrað mega sækja viðburði, þá mega íþróttaæfingar með eða án snertingar hjá fullorðnum og börnum hefjast aftur. Eitt hundrað mega sækja útfarir og krár verða opnaðar aftur. Ppnunartíminn er til tíu en ekki er þó heimilt að taka við nýjum gestum eftir klukkan níu. Þá tekur eins metra regla gildi á öllum skólastigum. Þrátt fyrir að hafa lagt þetta til segir sóttvarnalæknir áhyggjuefni að þrír hafi greinst utan sóttkvíar í gær; allir ótengdir og í sitthvorum landshluta. „Og það er kannski vísbending um að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu en við þorðum að vona. Ef að þetta fer að fara eitthvað úr böndum verðum við bara að endurskoða þessar tillögur,“ segir Þórólfur. „Við sáum þetta líka í upphafi þriðju bylgjunnar; einstaka tilfelli og enginn alvarlega veikur en síðan allt í einu fór þetta á skrið. Og við viljum helst ekki að það gerist.“ Tugir þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna og fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð var sendur í úrvinnslusóttkví þar sem kennari var meðal þeirra smituðu. Þórólfur segir bólusetningar ekki nógu langt á veg komnar til þess að hindra mögulega strangar takmarkanir. „Til dæmis á hinum Norðurlöndunum, þar sem búið er að bólusetja álíka mikið og hjá okkur, hefur útbreiðslan verið mjög mikil og margar spítalainnlagnir þannig við þurfum að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag verulegar tilslakanir á samkomubanni. Nýjar reglur taka við á fimmtudag og gilda í þrjár vikur. „Sóttvarnalæknir er minn sérfræðingur á þessu sviði og hann sagði strax fyrir þremur vikum að við ættum að grípa hratt í handbremsuna og það myndi þá gefa okkur tilefni til þess að slaka tiltölulega hratt á að þremur vikum liðnum. Og það er bara akkúrat það sem er að gerast núna,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenn fjöldatakmörk fara úr tíu í tuttugu manns. Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði opna og mega taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda. Sviðslistir hefjast á ný og eitt hundrað mega sækja viðburði, þá mega íþróttaæfingar með eða án snertingar hjá fullorðnum og börnum hefjast aftur. Eitt hundrað mega sækja útfarir og krár verða opnaðar aftur. Ppnunartíminn er til tíu en ekki er þó heimilt að taka við nýjum gestum eftir klukkan níu. Þá tekur eins metra regla gildi á öllum skólastigum. Þrátt fyrir að hafa lagt þetta til segir sóttvarnalæknir áhyggjuefni að þrír hafi greinst utan sóttkvíar í gær; allir ótengdir og í sitthvorum landshluta. „Og það er kannski vísbending um að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu en við þorðum að vona. Ef að þetta fer að fara eitthvað úr böndum verðum við bara að endurskoða þessar tillögur,“ segir Þórólfur. „Við sáum þetta líka í upphafi þriðju bylgjunnar; einstaka tilfelli og enginn alvarlega veikur en síðan allt í einu fór þetta á skrið. Og við viljum helst ekki að það gerist.“ Tugir þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna og fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð var sendur í úrvinnslusóttkví þar sem kennari var meðal þeirra smituðu. Þórólfur segir bólusetningar ekki nógu langt á veg komnar til þess að hindra mögulega strangar takmarkanir. „Til dæmis á hinum Norðurlöndunum, þar sem búið er að bólusetja álíka mikið og hjá okkur, hefur útbreiðslan verið mjög mikil og margar spítalainnlagnir þannig við þurfum að hafa það í huga,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Sjá meira