Smitin möguleg vísbending um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2021 18:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/Vilhelm Verulegar tilslakanir verða gerðar á samkomutakmörkunum á fimmtudag þegar opna má á ný sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, leikhús og bari. Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til. Tilslakanir verða endurskoðaðar ef svo reynist. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag verulegar tilslakanir á samkomubanni. Nýjar reglur taka við á fimmtudag og gilda í þrjár vikur. „Sóttvarnalæknir er minn sérfræðingur á þessu sviði og hann sagði strax fyrir þremur vikum að við ættum að grípa hratt í handbremsuna og það myndi þá gefa okkur tilefni til þess að slaka tiltölulega hratt á að þremur vikum liðnum. Og það er bara akkúrat það sem er að gerast núna,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenn fjöldatakmörk fara úr tíu í tuttugu manns. Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði opna og mega taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda. Sviðslistir hefjast á ný og eitt hundrað mega sækja viðburði, þá mega íþróttaæfingar með eða án snertingar hjá fullorðnum og börnum hefjast aftur. Eitt hundrað mega sækja útfarir og krár verða opnaðar aftur. Ppnunartíminn er til tíu en ekki er þó heimilt að taka við nýjum gestum eftir klukkan níu. Þá tekur eins metra regla gildi á öllum skólastigum. Þrátt fyrir að hafa lagt þetta til segir sóttvarnalæknir áhyggjuefni að þrír hafi greinst utan sóttkvíar í gær; allir ótengdir og í sitthvorum landshluta. „Og það er kannski vísbending um að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu en við þorðum að vona. Ef að þetta fer að fara eitthvað úr böndum verðum við bara að endurskoða þessar tillögur,“ segir Þórólfur. „Við sáum þetta líka í upphafi þriðju bylgjunnar; einstaka tilfelli og enginn alvarlega veikur en síðan allt í einu fór þetta á skrið. Og við viljum helst ekki að það gerist.“ Tugir þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna og fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð var sendur í úrvinnslusóttkví þar sem kennari var meðal þeirra smituðu. Þórólfur segir bólusetningar ekki nógu langt á veg komnar til þess að hindra mögulega strangar takmarkanir. „Til dæmis á hinum Norðurlöndunum, þar sem búið er að bólusetja álíka mikið og hjá okkur, hefur útbreiðslan verið mjög mikil og margar spítalainnlagnir þannig við þurfum að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag verulegar tilslakanir á samkomubanni. Nýjar reglur taka við á fimmtudag og gilda í þrjár vikur. „Sóttvarnalæknir er minn sérfræðingur á þessu sviði og hann sagði strax fyrir þremur vikum að við ættum að grípa hratt í handbremsuna og það myndi þá gefa okkur tilefni til þess að slaka tiltölulega hratt á að þremur vikum liðnum. Og það er bara akkúrat það sem er að gerast núna,“ sagði Svandís að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Almenn fjöldatakmörk fara úr tíu í tuttugu manns. Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði opna og mega taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda. Sviðslistir hefjast á ný og eitt hundrað mega sækja viðburði, þá mega íþróttaæfingar með eða án snertingar hjá fullorðnum og börnum hefjast aftur. Eitt hundrað mega sækja útfarir og krár verða opnaðar aftur. Ppnunartíminn er til tíu en ekki er þó heimilt að taka við nýjum gestum eftir klukkan níu. Þá tekur eins metra regla gildi á öllum skólastigum. Þrátt fyrir að hafa lagt þetta til segir sóttvarnalæknir áhyggjuefni að þrír hafi greinst utan sóttkvíar í gær; allir ótengdir og í sitthvorum landshluta. „Og það er kannski vísbending um að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu en við þorðum að vona. Ef að þetta fer að fara eitthvað úr böndum verðum við bara að endurskoða þessar tillögur,“ segir Þórólfur. „Við sáum þetta líka í upphafi þriðju bylgjunnar; einstaka tilfelli og enginn alvarlega veikur en síðan allt í einu fór þetta á skrið. Og við viljum helst ekki að það gerist.“ Tugir þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna og fjöldi nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð var sendur í úrvinnslusóttkví þar sem kennari var meðal þeirra smituðu. Þórólfur segir bólusetningar ekki nógu langt á veg komnar til þess að hindra mögulega strangar takmarkanir. „Til dæmis á hinum Norðurlöndunum, þar sem búið er að bólusetja álíka mikið og hjá okkur, hefur útbreiðslan verið mjög mikil og margar spítalainnlagnir þannig við þurfum að hafa það í huga,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira