Erlent

Stærstu kanínu heims rænt í Englandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Daríus varð opinberlega stærsta kanína heims árið 2010.
Daríus varð opinberlega stærsta kanína heims árið 2010. Lögreglan í Vestur Mersíu.

Lögreglan í Vestur-Mersíu í Englandi leitar nú að stærstu kanínu heims, sem rænt var um helgina. Kanína, sem heitir Daríus, var tekin úr garði eigenda hennar í Worcesterskíri.

Lögreglan segir að kanínunni hafi verið stolið aðfaranótt sunnudags.

Heimsmetabók Guinness staðfesti árið 2010 að Daríus væri stærsta kanína heims árið 2010 og mældist hann þá 129 sentímetrar að lengd.

Annetta Edwards, eigandi Daríusar, segist miður sín yfir því að honum hafi verið rænt og heitir því að greiða tvö þúsund pund í verðlaunafé, verði Daríusi komið aftur til hennar. Það samsvarar um 350 þúsund pundum.

Sky News hefur eftir Edwards að Daríus sé of gamall til að hægt sé að nota hann til undaneldis og vill hún fá gæludýr sitt aftur heim.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.