Fótbolti

Liverpool fyrir ofan Man. City á lista Forbes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liverpool og Real Madrid eru bæði á topp tíu.
Liverpool og Real Madrid eru bæði á topp tíu. David S. Bustamante/Getty

Manchester United er ekki lengur á meðal þriggja verðmætustu liða í heimi samkvæmt bandaríska tímaritinu Forbes.

Rauðu djöflarnir voru í þriðja sætinu á síðasta lista Forbes en á nýjum lista taka Evrópumeistararnir Bayern Munchen fram úr þeim.

United er verðmetið á 3,06 milljarða punda en í efsta sætinu er Barcelona [3,46 milljarðar punda] og tóku þeir fram úr Real Madrid.

Það vekur einnig athygli að Liverpool er komið fram úr Manchester City. Ensku meistararnir eru metnir á 2,98 milljarða punda og Man. City 2,91.

Chelsea er í sjöunda sætinu, Arsenal í því áttunda, PSG í níunda og enn eitt enska liðið, Tottenham, í því tíunda.

Gylfi Þór Sigurðsson og félag hans Everton er í fimmtánda sætinu en félög eins og Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Juventus og Inter Milan komast ekki á topp tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×