Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 11:01 Gæti Klopp verið á leið til Þýskalands á nýjan leik? Marton Monus/Getty Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. Hansi Flick hefur komið öllum á óvart síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern í nóvember 2019. Liðið vann alla þá bikar sem það gat unnið á síðustu leiktíð og er í harðri baráttu um tvo stærstu titlana í ár, þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Bayern Munich will reportedly try to bring Jurgen Klopp to the Bundesliga club... but it all depends on the Germany manager job!More #bbcfootball #lfc— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2021 Það ku vera ólga innan herbúða Bayern þar sem Flick er ekki á allt sáttur með leikmannahóp sinn. Hann hefði viljað fá að styrkja liðið betur síðasta sumar vitandi að tímabilið í ár yrði einkar erfitt vegna kórónufaraldursins. Flick telur stjórnarmenn liðsins ekki hafa sýnt því nægilegan skilning. Hinn 56 ára gamli Flick er talinn horfa til þýska landsliðsins en hann var aðstoðarþjálfari þar frá árinu 2006 til 2014. Talið er að þýska knattspyrnusambandið vilji fá Flick til að leysa Joachim Löw af hólmi. Löw hættir með liðið að loknu Evrópumótinu í sumar. Bayern hefur lítinn áhuga á að missa Flick en ef svo fer þá horfa Þýskalandsmeistararnir til Englands. Bæjarar vilja allavega taka stöðuna á Klopp og sjá hversu ánægður hann er í Liverpool-borg. Hansi Flick hefur áhuga á að taka við þýska landsliðinu í sumar.vísir/getty Klopp er einnig talinn ósáttur með yfirmenn sína. Þeir fjármögnuðu ekki kaupin á Timo Werner síðasta sumar, gáfu honum ekki fjármagn til að festa kaup á nýjum miðverði og neita að gefa Georginio Wijnaldum nýjan samning. Forráðamenn Bayern gera sér grein fyrir að það er nær ómögulegt að sannfæra Klopp um að yfirgefa Liverpool en þeir eru samt sem áður tilbúnir að láta á slag standa. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Hansi Flick hefur komið öllum á óvart síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern í nóvember 2019. Liðið vann alla þá bikar sem það gat unnið á síðustu leiktíð og er í harðri baráttu um tvo stærstu titlana í ár, þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Bayern Munich will reportedly try to bring Jurgen Klopp to the Bundesliga club... but it all depends on the Germany manager job!More #bbcfootball #lfc— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2021 Það ku vera ólga innan herbúða Bayern þar sem Flick er ekki á allt sáttur með leikmannahóp sinn. Hann hefði viljað fá að styrkja liðið betur síðasta sumar vitandi að tímabilið í ár yrði einkar erfitt vegna kórónufaraldursins. Flick telur stjórnarmenn liðsins ekki hafa sýnt því nægilegan skilning. Hinn 56 ára gamli Flick er talinn horfa til þýska landsliðsins en hann var aðstoðarþjálfari þar frá árinu 2006 til 2014. Talið er að þýska knattspyrnusambandið vilji fá Flick til að leysa Joachim Löw af hólmi. Löw hættir með liðið að loknu Evrópumótinu í sumar. Bayern hefur lítinn áhuga á að missa Flick en ef svo fer þá horfa Þýskalandsmeistararnir til Englands. Bæjarar vilja allavega taka stöðuna á Klopp og sjá hversu ánægður hann er í Liverpool-borg. Hansi Flick hefur áhuga á að taka við þýska landsliðinu í sumar.vísir/getty Klopp er einnig talinn ósáttur með yfirmenn sína. Þeir fjármögnuðu ekki kaupin á Timo Werner síðasta sumar, gáfu honum ekki fjármagn til að festa kaup á nýjum miðverði og neita að gefa Georginio Wijnaldum nýjan samning. Forráðamenn Bayern gera sér grein fyrir að það er nær ómögulegt að sannfæra Klopp um að yfirgefa Liverpool en þeir eru samt sem áður tilbúnir að láta á slag standa.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira