Fótbolti

Zlatan með stoð­sendingu og rautt spjald

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan gengur af velli eftir að hafa fengið reisupassann.
Zlatan gengur af velli eftir að hafa fengið reisupassann. Jonathan Moscrop/Getty Images

Zlatan Ibrahimovich fékk rautt spjald en það kom þó ekki að sök í 3-1 sigri AC Milan á Parma í dag.

Zlatan lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Króatann Ante Rebix á áttundu mínútu.

Gestirnir tvöfölduðu forystuna fyrir hlé er Franck Kessie skoraði eftir góða sendingu vinstri bakvarðarins Theo Hernandez.

Zlatan fékk hins vegar beint rautt spjald á 61. mínútu fyrir kjaftbrúk og sex mínútum síðar minnkaði Riccardo Gagliolo muninn eftir stoðsendingu Graziano Pelle.

Nær komust heimamenn í Parma ekki og það voru gestirnir sem skoruðu fjórða markið í uppbótartíma.

Þar var að verki Rafael Leão og lokatölur 3-1 útisigur Milan sem er nú í öðru sætinu með 63 stig, átta stigum frá toppliði Inter sem á leik til góða.

Parma er í næst neðsta sæti deildarinnar með tuttugu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.