Fótbolti

Birkir lagði upp mark í jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birkir í leik með Brescia.
Birkir í leik með Brescia. vísir/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia þegar liðið fékk hans fyrrum félaga í Pescara í heimsókn í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Brescia komst í forystu eftir sautján mínútna leik þegar Birkir lagði upp mark Filip Jagiello.

Heimamönnum hélst forystan allt þar til á 72.mínútu þegar Daniele Dessena jafnaði metin fyrir gestina frá Pescara. Þar við sat og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Birkir lék allan leikinn á miðju Brescia en Hólmbert Aron Friðjónsson sat allan tímann á varamannabekknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.