Fótbolti

Hefur fengið freistandi tilboð eftir brottreksturinn frá Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Frank Lampard
Frank Lampard vísir/getty

Frank Lampard segist hafa fengið freistandi tilboð um þjálfarastöður síðan hann var rekinn frá Chelsea fyrr í vetur.

Lampard, sem er goðsögn hjá Chelsea eftir magnaðan leikmannaferil, entist aðeins átján mánuði í starfi sem knattspyrnustjóri Chelsea og var látinn taka pokann sinn í janúar síðastliðnum.

„Það hafa komið upp tækifæri síðustu tvo mánuðina og þau hafa verið freistandi en ekki rétta skrefið,“ sagði Lampard um lífið án starfs undanfarnar vikur.

Lampard segir ekki frá því hvaðan þessi tilboð hafa komið en enska pressan hefur orðað hann við skoska stórveldið Celtic, enska U21 árs landsliðið og Crystal Palace á undanförnum vikum.

„Það vill enginn missa starfið sitt og vera ekki lengur hluti af leiknum sem maður elskar en að sama skapi verður maður að gera sér grein fyrir því að þetta gerist í þessum bransa, alveg sama hversu góður maður heldur að maður sé,“ segir Lampard sem hafði stýrt Derby County áður en hann tók við Chelsea.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.