Chelsea rúllaði yfir Palace

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea fagnar fjórða markinu í kvöld. Þeir léku sér að Palace í Lundúnarslagnum.
Chelsea fagnar fjórða markinu í kvöld. Þeir léku sér að Palace í Lundúnarslagnum. Justin Tallis/Getty

Chelsea lenti ekki í miklum vandræðum með Crystal Palace í Lundúnum í dag en lokatölurnar urðu 4-1.

Chelsea vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni og það kom ekki að sök í dag.

Kai Havertz kom Chelsea fir á áttundu mínútu og Christian Pulisic tvöfaldaði forystuna tveimur mínútum síðar.

Staðan var orðin 3-0 á 30. mínútu er Kurt Zouma skoraði eftir stoðsendingu Mason Mount en þannig stóðu leikar í hálfleik.

Christian Benteke minnkaði muninn fyrir Palace á 63. mínútu en stundarfjórðungi síðar skoraði Pulisic annað mark sitt og fjórða mark Chelsea.

Lokatölur 4-1. Chelsea er í fjórða sætinu með 54 stig en Palcae er í þrettánda sætinu með 38 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.