Fótbolti

Sjáðu Lindelöf breytast í Kroos og vítið sem United fékk

Sindri Sverrisson skrifar
Victor Lindelöf og Marcus Rashford fallast í faðma eftir að hafa búið til fyrra mark United í Granada í gær.
Victor Lindelöf og Marcus Rashford fallast í faðma eftir að hafa búið til fyrra mark United í Granada í gær. Getty/David S. Bustamante

Manchester United er í algjörri kjörstöðu til að komast í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn spænska liðinu Granada í samnefndri borg í gær.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Marcus Rashford skoraði fyrra markið eftir hálftíma leik, eftir að hafa tekið boltann lipurlega niður. Hann fékk langa sendingu frá sænska miðverðinum Victor Lindelöf, sem minnti óneitanlega mikið á spyrnur Toni Kroos í Meistaradeildinni í vikunni.

Bruno Fernandes skoraði seinna markið úr vítaspyrnu sem hann nældi sjálfur í þegar að varamaðurinn Yan Eteki lagði hönd á andlit hans.

Liðin mætast að nýju á Old Trafford næsta fimmtudag.

Klippa: Mörk Man. Utd gegn Granada

Tengdar fréttir

Man United í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spáni

Manchester United vann 2-0 sigur á Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Man Utd þar með í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna eftir viku. Það voru þó ekki mörkin né úrslit leiksins sem vöktu hvað mesta athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×