Solskjær ekki sáttur þrátt fyrir góðan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 22:01 Ole Gunnar Solskjær er ekki sáttur með að þrír af leikmönnum sínum séu á leið í leikbann. EPA-EFE/Oli Scarff Ole Gunnar Solskjær var ekki á allt sáttur með 2-0 sigur sinna manna í Manchester United gegn Granada í fyrri viðureign 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar í kvöld. Man United nældi sér nefnilega í fimm gul spjöld og verða þrír leikmenn í banni í síðari leiknum. „Þetta var ekki fullkomið kvöld. Við fengum þrjú gul spjöld [Innskot blaðamanns: reyndar fimm en hver er að telja] og þrjú leikbönn. Að vinna 2-0 eru samt góð úrslit. Við vitum hversu erfitt það er að koma til Spánar. Við þurftum að spila vel til að ná í þessi úrslit,“ sagði Norðmaðurinn við BT Sport að leik loknum. „Þeir [Marcus Rashford og Bruno Fernandes] hafa báðir verið frábærir, eru svo mikilvægir fyrir okkur. Þetta var gott hlaup hjá Rashford, hann tók frábærlega við boltanum. Bruno er svo öruggur í vítunum þó svo að markvörðurinn hafi næstum farið það,“ sagði Ole um mörkin í kvöld. „Bruno fékk högg á andlitið. Að skora úr víti þó þú sjáir aðeins út um eitt auga er góður hæfileika að hafa,“ bætti hann við um mark Bruno. „Ég varð að passa upp á [Luke] Shaw og vonandi er í lagi með hann fyrir leikinn um helgina. Það er það sama með Rashford, hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum og vonandi hefur þetta ekki versnað. Hann ætti að vera klár um helgina.“ „Þurfum að sýna sama hugarfar í næstu viku. Við viljum vinna alla leiki. Þetta er enn ungt lið sem er að læra. Við þurfum að bæta okkur leik frá leik. Fótbolti nær í skottið á þér ef þú hvílir þig.“ Liðin mætast að nýju eftir viku. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Man United nældi sér nefnilega í fimm gul spjöld og verða þrír leikmenn í banni í síðari leiknum. „Þetta var ekki fullkomið kvöld. Við fengum þrjú gul spjöld [Innskot blaðamanns: reyndar fimm en hver er að telja] og þrjú leikbönn. Að vinna 2-0 eru samt góð úrslit. Við vitum hversu erfitt það er að koma til Spánar. Við þurftum að spila vel til að ná í þessi úrslit,“ sagði Norðmaðurinn við BT Sport að leik loknum. „Þeir [Marcus Rashford og Bruno Fernandes] hafa báðir verið frábærir, eru svo mikilvægir fyrir okkur. Þetta var gott hlaup hjá Rashford, hann tók frábærlega við boltanum. Bruno er svo öruggur í vítunum þó svo að markvörðurinn hafi næstum farið það,“ sagði Ole um mörkin í kvöld. „Bruno fékk högg á andlitið. Að skora úr víti þó þú sjáir aðeins út um eitt auga er góður hæfileika að hafa,“ bætti hann við um mark Bruno. „Ég varð að passa upp á [Luke] Shaw og vonandi er í lagi með hann fyrir leikinn um helgina. Það er það sama með Rashford, hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum og vonandi hefur þetta ekki versnað. Hann ætti að vera klár um helgina.“ „Þurfum að sýna sama hugarfar í næstu viku. Við viljum vinna alla leiki. Þetta er enn ungt lið sem er að læra. Við þurfum að bæta okkur leik frá leik. Fótbolti nær í skottið á þér ef þú hvílir þig.“ Liðin mætast að nýju eftir viku. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira