Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. apríl 2021 17:34 Árásin var gerð á veitingastaðnum Sushi Social í miðbæ Reykjavíkur. Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Margeir segir að yfirheyrslum sé lokið en vill ekki upplýsa um hvort maðurinn játi sök í málinu. Árásin náðist hins vegar á upptöku þar sem sést hvernig hinn grunaði veitist ítrekað að öðrum manni með hníf á veitingastaðnum. Heimildir fréttastofu herma að viðkomandi eigi talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Þá herma heimildir fréttastofu jafnframt að maðurinn hafi verið á veitingastaðnum með öðrum manni sem á einnig brotaferil að baki og var nýverið til rannsóknar vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Aðspurður segir Margeir að ekki hafi verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna á hendur manninum. Þá sé málið að mestu upplýst. Áverkavottorða sé beðið og í framhaldinu fari málið til ákærusviðs lögreglu sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út á hendur manninum. Sá sem var stunginn er á batavegi. Árásin náðist á upptöku, en rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu. Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Stunginn í upphandlegg og einn í haldi Karlmaður á fertugsaldri var stunginn í upphandlegginn inni á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í gærkvöldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 7. apríl 2021 12:24 Slagsmál og læti á Sushi Social Upp úr sauð á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í kvöld þegar slagsmál brutust út meðal gesta á staðnum. Þetta staðfestir Daníel Kavanagh veitingastjóri á Sushi Social í samtali við Vísi. 6. apríl 2021 22:56 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Margeir segir að yfirheyrslum sé lokið en vill ekki upplýsa um hvort maðurinn játi sök í málinu. Árásin náðist hins vegar á upptöku þar sem sést hvernig hinn grunaði veitist ítrekað að öðrum manni með hníf á veitingastaðnum. Heimildir fréttastofu herma að viðkomandi eigi talsverðan sakaferil að baki, meðal annars vegna fíkniefna- og ofbeldisbrota. Þá herma heimildir fréttastofu jafnframt að maðurinn hafi verið á veitingastaðnum með öðrum manni sem á einnig brotaferil að baki og var nýverið til rannsóknar vegna alvarlegra ofbeldisbrota. Aðspurður segir Margeir að ekki hafi verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna á hendur manninum. Þá sé málið að mestu upplýst. Áverkavottorða sé beðið og í framhaldinu fari málið til ákærusviðs lögreglu sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út á hendur manninum. Sá sem var stunginn er á batavegi. Árásin náðist á upptöku, en rétt er að vara viðkvæma við myndskeiðinu.
Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Stunginn í upphandlegg og einn í haldi Karlmaður á fertugsaldri var stunginn í upphandlegginn inni á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í gærkvöldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 7. apríl 2021 12:24 Slagsmál og læti á Sushi Social Upp úr sauð á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í kvöld þegar slagsmál brutust út meðal gesta á staðnum. Þetta staðfestir Daníel Kavanagh veitingastjóri á Sushi Social í samtali við Vísi. 6. apríl 2021 22:56 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44
Stunginn í upphandlegg og einn í haldi Karlmaður á fertugsaldri var stunginn í upphandlegginn inni á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í gærkvöldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 7. apríl 2021 12:24
Slagsmál og læti á Sushi Social Upp úr sauð á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í kvöld þegar slagsmál brutust út meðal gesta á staðnum. Þetta staðfestir Daníel Kavanagh veitingastjóri á Sushi Social í samtali við Vísi. 6. apríl 2021 22:56