Innlent

Stunginn í upphandlegg og einn í haldi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Þeir sem slógust voru úti að borða saman.
Þeir sem slógust voru úti að borða saman.

Karlmaður á fertugsaldri var stunginn í upphandlegginn inni á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í gærkvöldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn mun ekki vera með lífshættulega áverka að sögn Margeirs. Sá sem grunaður er um stunguárásina er á þrítugsaldri og er nú í haldi lögreglu.

Vísir greindi frá því í gær að slagsmál hafi brotist út meðal gesta á staðnum. Þeir sem slógust voru úti að borða saman. Daníel Kavanagh, veitingastjóri á Sushi Social, sagði í samtali við Vísi að slagsmálunum hafi lokið svo til jafnfljótt og þau hófust og að mennirnir hafi látið sig hverfa af staðnum áður en lögregla kom á vettvang.

Lögregla tók skýrslu af fólki á staðnum, öðrum gestum og starfsfólki. Margeir segir að sá grunaði hafi verið handtekinn skömmu síðar í miðbæ Reykjavíkur. Rannsókn málsins sé á frumstigi og að óljóst sé hvert framhaldið verður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.