„Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2021 13:02 Hallbera Gísladóttir er leikjahæst í íslenska hópnum með 117 landsleiki. vísir/vilhelm Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. Hallbera flutti til Stokkhólms í vetur þar sem hún stundar háskólanám auk þess að spila með AIK í sænsku úrvalsdeildinni. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig að fara út. Það er álag heima að vinna með fótboltanum. Hér hef ég getað sinnt fótboltanum og náminu,“ sagði Hallbera á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. „Þetta hefur verið fínt, sérstaklega núna. Ég þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað.“ Hallbera og stöllur hennar í landsliðinu eru nú staddar á Ítalíu þar sem þær mæta heimakonum í tveimur vináttulandsleikjum, tíunda og þrettánda apríl. Þetta eru fyrstu leikirnir undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Þorsteins Halldórssonar. „Það er langt síðan við hittumst síðan og þá gekk mikið á. Það er gott að fá þessa leiki, sérstaklega þar sem við erum með nýtt þjálfarateymi,“ sagði Hallbera. Aðalkeppinautur hennar um stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu er hin nítján ára Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. „Hún er frábær leikmaður. Við erum svolítið svipaðar. Hún er framtíðin í þessu liði og við viljum báðar spila. Ég bakka hana upp ef hún verður valin en auðvitað vil ég spila,“ sagði Hallbera sem hefur leikið 117 landsleiki. EM 2021 í Englandi Íslendingar erlendis Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Hallbera flutti til Stokkhólms í vetur þar sem hún stundar háskólanám auk þess að spila með AIK í sænsku úrvalsdeildinni. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig að fara út. Það er álag heima að vinna með fótboltanum. Hér hef ég getað sinnt fótboltanum og náminu,“ sagði Hallbera á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. „Þetta hefur verið fínt, sérstaklega núna. Ég þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað.“ Hallbera og stöllur hennar í landsliðinu eru nú staddar á Ítalíu þar sem þær mæta heimakonum í tveimur vináttulandsleikjum, tíunda og þrettánda apríl. Þetta eru fyrstu leikirnir undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Þorsteins Halldórssonar. „Það er langt síðan við hittumst síðan og þá gekk mikið á. Það er gott að fá þessa leiki, sérstaklega þar sem við erum með nýtt þjálfarateymi,“ sagði Hallbera. Aðalkeppinautur hennar um stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu er hin nítján ára Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. „Hún er frábær leikmaður. Við erum svolítið svipaðar. Hún er framtíðin í þessu liði og við viljum báðar spila. Ég bakka hana upp ef hún verður valin en auðvitað vil ég spila,“ sagði Hallbera sem hefur leikið 117 landsleiki.
EM 2021 í Englandi Íslendingar erlendis Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira