Veirufrítt samfélag forsenda tilslakana Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að of seint sé að fara að stemma stigu við faraldrinum ef hann nær að breiða mjög úr sér. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að markmiðin með sóttvarnaaðgerðunum hér á landi séu nokkuð ljós, þó að þau kunni að vefjast fyrir mörgum. Stefnt er að nánast veirufríu samfélagi hér á landi, áður en hægt verður að ráðast í tilslakanir. Sóttvarnalæknir var spurður á upplýsingafundi almannavarna hvort ekki væri unnt nú að aflétta takmörkunum vegna þess hve mikið hlutfall viðkvæmra hópa hefur verið bólusett og þar sem staðan er eins góð á sjúkrahúsum og raun ber vitni. „Við erum að byggja á því að við erum með breska afbrigðið og við erum að fá upplýsingar um útbreiðslu í öllum Evrópulöndum, að þetta nýja afbrigði sé alvarlegra að því leytinu til að spítalainnlagnir séu algengari hjá yngri aldurshópum en áður. Við höfum sem betur fer ekki séð það enda hefur útbreiðslan ekki verið mjög mikil hér. Ég held að það sé alls ekki útséð um það hvað gæti gerst ef við fengjum álíka útbreiðslu og við erum að sjá í öðrum löndum. Það er engin ástæða til að halda það að svona mikil útbreiðsla myndi ekki valda miklum innlögnum á sjúkrahús eins og þar sést,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkomutakmarkanir hafa verið í gildi hér á landi í rúmt ár.Vísir/Vilhelm Til þess að koma í veg fyrir verulega útbreiðslu verður það því að sögn sóttvarnalæknis að gerast strax í upphafi. „Það er of seint þegar allt er farið af stað,“ sagði hann. Hægt að þurrka veiruna út Þórólfur segir að stefnt sé að nánast veirufríu samfélagi þar til góð þátttaka næst í bólusetningum. „Upphaflega markmiðið var að halda kúrvunni niður og fletja hana eins mikið niður og hægt væri. Þá vissum við í raun og veru ekki út í hvað við vorum að fara, hvaða árangur við myndum sjá, en með reynslunni höfum við séð það að við getum nánast þurrkað veiruna út úr samfélaginu með ákveðnum aðgerðum. Við höfum líka séð að ef við stöndum vel að aðgerðum á landamærunum getum við slakað verulega á og verið með nánast veirufrítt samfélag og það er það sem við erum að stefna að núna þangað til við náum góðri þátttöku í bólusetningar, þannig að við getum virkilega farið að slaka á aðgerðunum. Þetta eru markmiðin og þetta er planið, og hefur alltaf verið þó að þetta sé ekki endilega öllum ljóst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. 8. apríl 2021 11:50 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir var spurður á upplýsingafundi almannavarna hvort ekki væri unnt nú að aflétta takmörkunum vegna þess hve mikið hlutfall viðkvæmra hópa hefur verið bólusett og þar sem staðan er eins góð á sjúkrahúsum og raun ber vitni. „Við erum að byggja á því að við erum með breska afbrigðið og við erum að fá upplýsingar um útbreiðslu í öllum Evrópulöndum, að þetta nýja afbrigði sé alvarlegra að því leytinu til að spítalainnlagnir séu algengari hjá yngri aldurshópum en áður. Við höfum sem betur fer ekki séð það enda hefur útbreiðslan ekki verið mjög mikil hér. Ég held að það sé alls ekki útséð um það hvað gæti gerst ef við fengjum álíka útbreiðslu og við erum að sjá í öðrum löndum. Það er engin ástæða til að halda það að svona mikil útbreiðsla myndi ekki valda miklum innlögnum á sjúkrahús eins og þar sést,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkomutakmarkanir hafa verið í gildi hér á landi í rúmt ár.Vísir/Vilhelm Til þess að koma í veg fyrir verulega útbreiðslu verður það því að sögn sóttvarnalæknis að gerast strax í upphafi. „Það er of seint þegar allt er farið af stað,“ sagði hann. Hægt að þurrka veiruna út Þórólfur segir að stefnt sé að nánast veirufríu samfélagi þar til góð þátttaka næst í bólusetningum. „Upphaflega markmiðið var að halda kúrvunni niður og fletja hana eins mikið niður og hægt væri. Þá vissum við í raun og veru ekki út í hvað við vorum að fara, hvaða árangur við myndum sjá, en með reynslunni höfum við séð það að við getum nánast þurrkað veiruna út úr samfélaginu með ákveðnum aðgerðum. Við höfum líka séð að ef við stöndum vel að aðgerðum á landamærunum getum við slakað verulega á og verið með nánast veirufrítt samfélag og það er það sem við erum að stefna að núna þangað til við náum góðri þátttöku í bólusetningar, þannig að við getum virkilega farið að slaka á aðgerðunum. Þetta eru markmiðin og þetta er planið, og hefur alltaf verið þó að þetta sé ekki endilega öllum ljóst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. 8. apríl 2021 11:50 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka. 8. apríl 2021 11:50
Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent