Halldóra vill ekki taka við gögnum um sóttvarnaaðgerðir með trúnaðarskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2021 11:19 Halldóra Mogensen segir að ekki hafi verið búið að reyna vægari úrræði áður en reglugerð var sett sem skyldaði alla sem koma til landsins á sóttvarnahótel. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Pírata í velferðarnefnd segir stjórnvöld hafa gengið of langt með reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttvarnahóteli eftir komuna til landsins. Hún hefur óskað eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðarinnar en ráðuneytið vill að trúnaður ríki um hluta gagnanna. Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í velferðarnefnd, óskaði eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu eftir að heilbrigðisráðherra mætti fyrir nefndina á þriðjudag, varðandi undirbúning reglugerðar um sóttvarnahótel sem héraðsdómur dæmdi síðan ólöglega. Svör bárust frá heilbrigðisráðuneytinu í gær sem rædd voru á fundi velferðarnefndar í morgun. „Ég bað um til dæmis öll málsgögn sem varðar undirbúning og setningu reglugerðar um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri og upplýsingar um öll skráð samskipti, formlega og óformleg innan ráðuneytisins, og upplýsingar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um setningu reglugerðarinnar sem var til umræðu á ríkisstjórnarfundi þann 30. mars,“ segir Halldóra. Fleiri tóku undir Fleiri nefndarmenn hafi tekið munnlega undir þessa formlegu beiðni hennar. Í svari ráðuneytisins hafi komið fram að trúnaður ríkti um hluta upplýsinganna og þau væri hægt að afhenda nefndinni til skoðunar með þeim fyrirvara. „Þar er um að ræða minnisblað frá heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar og sameiginlegt minnisblað þriggja ráðherra til ríkisstjórnarinnar. Svo er líka minnisblað frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu til forsætisráðherra þar sem lagt er mat á lögmæti fyrirhugaðra aðgerða á landamærum,“ segir Halldóra. Vill ekki láta múlbinda sig Halldóra segist ekki vilja láta múlbinda sig eftir móttöku gagna og telur að innihald þessarra minnisblaða eigi full erindi bæði við almenning og nefndarfólk til að meta stöðuna. Ráðuneytið gæti skyggt hluta sem eðlilega yrði að ríkja trúnaður um. Því hafi hún óskað eftir því eftir nefndarfund í morgun að ráðuneytið endurskoðaði þessa afstöðu sína. Nokkuð mikil sátt hefur ríkt um sóttvarnaaðgerðir undanfarið ár. Halldóra segir afstöðu hennar nú í þessu máli ekki ráðast af því að kosningar verði í haust. Hún hafi áhyggjur af því að verið sé að ganga of langt með aðgerðum og meðalhófs sé ekki gætt, eins og þegar skylda átti alla sem koma til landsins í sóttkví á sóttvarnahóteli. Reyna hefði átt vægari úrræði fyrst. „Það þarf að tryggja það til dæmis að efla eftirlitið. Að hafa handahófkennt eftirlit með fólki og hafa mjög sterk viðurlög. Það er að segja að skikka fólk á sóttkvíarhótel ef það brýtur sóttkví eða hækka sektir allverulega. Þetta er ekki búið að fullreyna, að athuga hvort það hafi bara hreinlega sömu niðurstöðu, ef ekki betri, heldur en að skikka alla á sóttkvíarhótel strax,“ segir Halldóra Mogensen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira
Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í velferðarnefnd, óskaði eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu eftir að heilbrigðisráðherra mætti fyrir nefndina á þriðjudag, varðandi undirbúning reglugerðar um sóttvarnahótel sem héraðsdómur dæmdi síðan ólöglega. Svör bárust frá heilbrigðisráðuneytinu í gær sem rædd voru á fundi velferðarnefndar í morgun. „Ég bað um til dæmis öll málsgögn sem varðar undirbúning og setningu reglugerðar um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri og upplýsingar um öll skráð samskipti, formlega og óformleg innan ráðuneytisins, og upplýsingar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um setningu reglugerðarinnar sem var til umræðu á ríkisstjórnarfundi þann 30. mars,“ segir Halldóra. Fleiri tóku undir Fleiri nefndarmenn hafi tekið munnlega undir þessa formlegu beiðni hennar. Í svari ráðuneytisins hafi komið fram að trúnaður ríkti um hluta upplýsinganna og þau væri hægt að afhenda nefndinni til skoðunar með þeim fyrirvara. „Þar er um að ræða minnisblað frá heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar og sameiginlegt minnisblað þriggja ráðherra til ríkisstjórnarinnar. Svo er líka minnisblað frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu til forsætisráðherra þar sem lagt er mat á lögmæti fyrirhugaðra aðgerða á landamærum,“ segir Halldóra. Vill ekki láta múlbinda sig Halldóra segist ekki vilja láta múlbinda sig eftir móttöku gagna og telur að innihald þessarra minnisblaða eigi full erindi bæði við almenning og nefndarfólk til að meta stöðuna. Ráðuneytið gæti skyggt hluta sem eðlilega yrði að ríkja trúnaður um. Því hafi hún óskað eftir því eftir nefndarfund í morgun að ráðuneytið endurskoðaði þessa afstöðu sína. Nokkuð mikil sátt hefur ríkt um sóttvarnaaðgerðir undanfarið ár. Halldóra segir afstöðu hennar nú í þessu máli ekki ráðast af því að kosningar verði í haust. Hún hafi áhyggjur af því að verið sé að ganga of langt með aðgerðum og meðalhófs sé ekki gætt, eins og þegar skylda átti alla sem koma til landsins í sóttkví á sóttvarnahóteli. Reyna hefði átt vægari úrræði fyrst. „Það þarf að tryggja það til dæmis að efla eftirlitið. Að hafa handahófkennt eftirlit með fólki og hafa mjög sterk viðurlög. Það er að segja að skikka fólk á sóttkvíarhótel ef það brýtur sóttkví eða hækka sektir allverulega. Þetta er ekki búið að fullreyna, að athuga hvort það hafi bara hreinlega sömu niðurstöðu, ef ekki betri, heldur en að skikka alla á sóttkvíarhótel strax,“ segir Halldóra Mogensen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira