Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 22:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist telja að sóttvarnir veiktust ef úrskurður héraðsdóms yrði staðfestur í dag. Úrskurðurinn stendur óhaggaður og Þórólfur vinnu nú að nýju minnisblaði um framhaldið. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vinnur nú að minnisblaði með tillögum að næstu skrefum eftir að Landsréttur sneri ekki við úrskurði héraðsdóms um að skyldudvöl í sóttkvíarhóteli væri ólögmæt í dag. Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur og tók ekki efnislega afstöðu til hans í dag. Héraðsdómur taldi ekki hægt að skikka fólk sem kemur frá áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til að dvelja á sóttkvíarhóteli og taldi reglugerð um það ekki standast lög. Sá úrskurður stendur áfram. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður sóttvarnalæknis, staðfestir við Vísi að Þórólfur vinni að minnisblaði um næstu skref. Hann getur ekki sagt til um hvenær minnisblaðið verði afhent heilbrigðisráðherra. Mbl.is hafði eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í kvöld að þau sóttvarnalæknir muni í sameiningu reyna að takmarka líkur á að smit berist til landsins yfir landamærin. Útilokaði hún ekki að bæta þyrfti lagaumhverfið til að svo mætti verða. Þórólfur hefur ekki brugðist sjálfur við niðurstöðunni í Landsrétti í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en frávísunin lá fyrir sagðist hann telja að sóttvarnir á Íslandi veiktust ef úrskurður héraðsdóms yrði staðfestur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Innan við tíu prósent farþega ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem komu með flugi til landsins í dag ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Sumir farþeganna vissu ekki hvar þeir ætluðu að vera í sóttkví á meðan aðrir voru bólusettir og hér í þeim tilgangi að sjá eldgosið. 7. apríl 2021 20:00 Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. 7. apríl 2021 18:02 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur og tók ekki efnislega afstöðu til hans í dag. Héraðsdómur taldi ekki hægt að skikka fólk sem kemur frá áhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til að dvelja á sóttkvíarhóteli og taldi reglugerð um það ekki standast lög. Sá úrskurður stendur áfram. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður sóttvarnalæknis, staðfestir við Vísi að Þórólfur vinni að minnisblaði um næstu skref. Hann getur ekki sagt til um hvenær minnisblaðið verði afhent heilbrigðisráðherra. Mbl.is hafði eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í kvöld að þau sóttvarnalæknir muni í sameiningu reyna að takmarka líkur á að smit berist til landsins yfir landamærin. Útilokaði hún ekki að bæta þyrfti lagaumhverfið til að svo mætti verða. Þórólfur hefur ekki brugðist sjálfur við niðurstöðunni í Landsrétti í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áður en frávísunin lá fyrir sagðist hann telja að sóttvarnir á Íslandi veiktust ef úrskurður héraðsdóms yrði staðfestur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Innan við tíu prósent farþega ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem komu með flugi til landsins í dag ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Sumir farþeganna vissu ekki hvar þeir ætluðu að vera í sóttkví á meðan aðrir voru bólusettir og hér í þeim tilgangi að sjá eldgosið. 7. apríl 2021 20:00 Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. 7. apríl 2021 18:02 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Innan við tíu prósent farþega ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem komu með flugi til landsins í dag ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Sumir farþeganna vissu ekki hvar þeir ætluðu að vera í sóttkví á meðan aðrir voru bólusettir og hér í þeim tilgangi að sjá eldgosið. 7. apríl 2021 20:00
Kæru sóttvarnalæknis vísað frá Landsrétti Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um lögmæti skyldudvalar í sóttkvíarhóteli. Sóttvarnalækni var talinn skorta lögvarða hagsmuni í málinu og tók Landsréttur ekki efnislega afstöðu til lögmætis skyldudvalarinnar. 7. apríl 2021 18:02