Fótbolti

„Komumst ekki nálægt þeim“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robertson fylgist með Marco Asensio skora í gær.
Robertson fylgist með Marco Asensio skora í gær. Angel Martinez/Getty Images

Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, segir að liðið hafi ekki náð að komast nálægt Real Madrid síðasta stundarfjórðunginn í leik liðanna í gær.

Real vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Spáni í gær en Real komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleiknum. Sá skoski var ekki hrifinn af byrjun ensku meistaranna í gær.

„Við byrjuðum ekki vel og gáfum boltinn of auðveldlega frá okkur. Við byrjuðum rólega og það okkur tíma að komast í gang sem þú getur ekki leyft þér á þessu stigi,“ sagði Robertson.

„Í fyrri hálfleiknum var okkur refsað fyrir það og mörkin sem við gáfum voru ódýr og svo ertu 2-0 undir. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn vel og skoruðum mikilvægt mark. Ef þetta hefði endað 2-1 væri ég ekki sáttur en það væri í lagi.“

Mo Salah minnkaði muninn fyrir Liverpool í gær áður en Vinicius Junior skoraði annað mark sitt og þriðja mark Real áður en leikurinn var allur.

„Það eina jákvæða var útivallarmarkið. Við munum sjá hvort að það verði mikilvægt eða ekki. En í næstu viku þurfum við að spila mun betur. Síðustu tíu til fimmtán mínúturnar komumst við ekki nálægt þeim og þeir héldu boltanum vel og drápu leikinn.“

„Þeir eru með svo marga reynslumikla leikmenn eins og Modric og þeir gera þetta svo auðvelt. Því miður komumst við ekki nálægt þeim til þess að skapa fleiri möguleika undir lokin,“ bætti Robertson við.


Tengdar fréttir

Leik­planið var að sækja hratt á Liver­pool

Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos var allt í öllu er Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann sagði Real hafa lagt upp með að sækja hratt á Liverpool þegar tækifæri gáfust.

Leikmenn Liverpool beittir kynþáttaníði

Trent Alexander-Arnold og Naby Keita, leikmenn Liverpool, voru beittir kynþáttaníði í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram í gærkvöld þegar liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

„Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“

Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané.

Real í góðum málum eftir öruggan sigur á Liver­pool

Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er því í góðum málum fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer á Anfield eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×