Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2021 19:21 Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands segja blóðtappa aukaverkanir vegna AstraZeneca mjög sjaldgæfar. Vísir/Vilhelm Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands kynntu báðar niðurstöður viðamikilla rannsókna á notkun AstraZenece bóluefninu í dag og komust báðar að sams konar niðurstöðu. Samkvæmt bresku niðurstöðunum eru fjórir af milljón líklegir til að fá blóðtappa eftir bólusetningu með efninu. Áhættan á að fá blóðtappa sé aftur á móti mun meiri hjá þeim sem veikist af Covid 19 en þeim sem eru bólusettir með AstraZeneca. Til að greina mjög sjaldgæfar hliðaverkanir eins og blóðtappa hjá þeim sem hafi verið bólusettir með AstraZeneca þurfi að gefa miklum fjölda efnið. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands segir að í Bretlandi hafi tuttugu milljónum manna verið gefið AstraZeneca. „Á grunni rannsóknargagna vegur virkni bóluefnisins AstraZeneca gegn COVID-19 og tengdri áhættu, sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum þyngra hvað varðar áhættu hjá miklum meirihluta fólks. Rannsókn okkar hefur staðfest enn enn frekar að áhættan sem fylgir þessum meintu, sjaldgæfu aukaverkunum er afar lítil," segir Dr. Raine. Báðar stofnanir segja ábatan af efninu mestan hjá eldri aldurshópum en í öllum aldurshópum frá tuttugu og upp úr komi bóluefnið í veg fyrir að fólk veikist illa af Covid 19. Óhætt ætti að vera að gefa öllum aldurshópum og fólki af báðum kynjum AstraZeneca bóluefnið. Þórólfur Guðnason segir hvert ríki fyrir sig verða að meta hvort og þá fyrir hverja AstraZeneca bóluefnið verði notað.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta í samræmi við fyrri niðurstöður. Þessar aukaverkanir sjáist hjá yngra fólki og einkum konum yngri en sextugt. Þess vegna sé efnið aðeins gefið sjötugum og eldri og hugsanlega megi færa aldurinn niður í sextíu og fimm. „Það verður að leggja mat á þetta í ljósi faraldursins í hverju landi. Þar sem faraldurinn er í miklum vexti og miklum gangi er ávinningurinn miklu meiri en áhættan. Í löndum eins og hér þar sem faraldurinn er í lágmarki er áhættan jafnvel meiri en ávinningurinn þannig að ég held að við þurfum að fara varlega í það," segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands kynntu báðar niðurstöður viðamikilla rannsókna á notkun AstraZenece bóluefninu í dag og komust báðar að sams konar niðurstöðu. Samkvæmt bresku niðurstöðunum eru fjórir af milljón líklegir til að fá blóðtappa eftir bólusetningu með efninu. Áhættan á að fá blóðtappa sé aftur á móti mun meiri hjá þeim sem veikist af Covid 19 en þeim sem eru bólusettir með AstraZeneca. Til að greina mjög sjaldgæfar hliðaverkanir eins og blóðtappa hjá þeim sem hafi verið bólusettir með AstraZeneca þurfi að gefa miklum fjölda efnið. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands segir að í Bretlandi hafi tuttugu milljónum manna verið gefið AstraZeneca. „Á grunni rannsóknargagna vegur virkni bóluefnisins AstraZeneca gegn COVID-19 og tengdri áhættu, sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum þyngra hvað varðar áhættu hjá miklum meirihluta fólks. Rannsókn okkar hefur staðfest enn enn frekar að áhættan sem fylgir þessum meintu, sjaldgæfu aukaverkunum er afar lítil," segir Dr. Raine. Báðar stofnanir segja ábatan af efninu mestan hjá eldri aldurshópum en í öllum aldurshópum frá tuttugu og upp úr komi bóluefnið í veg fyrir að fólk veikist illa af Covid 19. Óhætt ætti að vera að gefa öllum aldurshópum og fólki af báðum kynjum AstraZeneca bóluefnið. Þórólfur Guðnason segir hvert ríki fyrir sig verða að meta hvort og þá fyrir hverja AstraZeneca bóluefnið verði notað.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta í samræmi við fyrri niðurstöður. Þessar aukaverkanir sjáist hjá yngra fólki og einkum konum yngri en sextugt. Þess vegna sé efnið aðeins gefið sjötugum og eldri og hugsanlega megi færa aldurinn niður í sextíu og fimm. „Það verður að leggja mat á þetta í ljósi faraldursins í hverju landi. Þar sem faraldurinn er í miklum vexti og miklum gangi er ávinningurinn miklu meiri en áhættan. Í löndum eins og hér þar sem faraldurinn er í lágmarki er áhættan jafnvel meiri en ávinningurinn þannig að ég held að við þurfum að fara varlega í það," segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira