Innlent

Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social

Snorri Másson skrifar
Harkaleg átök á Sushi Social náðust á myndband.
Harkaleg átök á Sushi Social náðust á myndband.

Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni.

Af viðstöddum að dæma greip um sig mikill ótti á meðal fólks meðan á átökunum stóð. Komið hefur fram í máli veitingastjóra staðarins að slagsmálunum hafi lokið jafnskjótt og þau hófust. Ekki hefur komið fram við hvaða vopn var notast.

Eftir atburðarásina yfirgaf árásarmaðurinn staðinn og var svo handtekinn stundu síðar í miðbænum. Hann er í haldi lögreglu og rannsókn málsins er á frumstigi. Hinn grunaði er á þrítugsaldri.

Í frétt Vísis í gær kom fram að hinn grunaði og þeir sem voru í fylgd með honum hafi strax látið sig hverfa af staðnum. Þeir sem slógust voru saman úti að borða.

Mennirnir yfirgáfu vettvang strax.Vísir

Tengdar fréttir

Stunginn í upphandlegg og einn í haldi

Karlmaður á fertugsaldri var stunginn í upphandlegginn inni á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í gærkvöldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Slagsmál og læti á Sushi Social

Upp úr sauð á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í kvöld þegar slagsmál brutust út meðal gesta á staðnum. Þetta staðfestir Daníel Kavanagh veitingastjóri á Sushi Social í samtali við Vísi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.