Erlent

Bæjarar skrifa undir samning við Spútnik V

Snorri Másson skrifar
Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands.
Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands. Getty Images

Yfirvöld í Bæjaralandi tilkynntu í morgun að skrifað hafi verið undir skilyrtan samning við framleiðendur rússneska bóluefnisins Spútnik V.

Samningurinn kveður á um að verksmiðju í Þýskalandi verði leyft að framleiða 2,5 milljónir skammta af efninu, ef það hlýtur samþykki Lyfjastofnunar Evrópu.

Þegar samþykkið liggur fyrir verður Bæjurum því ekkert að vanbúnaði og þeir munu geta framleitt bóluefnið sjálfir, sem verktakar fyrir Spútnik V.

Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands, segir að skammtarnir ættu að koma í hlut íbúa sambandslandsins í júlí ef áform ganga eftir.

Sagt er frá þessu í frétt Die Welt

Nokkur ríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Spútnik V í gegnum eigin lyfjastofnanir en Þjóðverjar bíða samþykkis Lyfjastofnunar Evrópu. Virkni Spútnik V er tæp­lega 92% sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar sem birt var í The Lancet í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir

Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu

Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina.

Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu

Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×