Mun óvænt hetja PSG frá síðustu leiktíð bíta liðið í rassinn í kvöld? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 14:00 Eric Maxim Choupo-Moting gæti óvænt verið í byrjunarliði Bayern í kvöld. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Í kvöld mætast Evrópumeistarar Bayern og Paris Saint-Germain í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í úrslitum á síðustu leiktíð þar sem Bayern hafði betur 1-0 þökk sé marki Kingsley Coman. Jean-Eric Maxim Choupo-Moting, fyrrum leikmaður Hamburger, Mainz 05, Schalke 04 og Stoke City, var hins vegar óvænt hetja PSG í 8-liða úrslitum er hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í 2-1 sigri á Atalanta. Choupo-Moting leikur í dag með Bayern og gæti fengið óvænt tækifæri í kvöld þar sem Evrópumeistararnir eru án nokkurra leikmanna. Choupo-Moting tryggði PSG sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Aðstæður undir lok síðasta tímabils voru vægast sagt undarlegar vegna kórónufaraldursins. Síðustu leikir Meistaradeildarinnar fóru allir fram í Portúgal og var aðeins einn leikur í 8-liða sem og undanúrslitum. Nú eru hlutirnir aðeins eðlilegri þó enn séu einvígi í að fara fram á hlutlausum völlum þar sem sóttvarnareglur eru mismunandi land frá landi, en nóg um það. Gönguferð í garðinum fyrir Bæjara? Í kvöld mætast þessi stórskemmtilegu lið en ef horft er í gengið heima fyrir ættu Bæjarar að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. PSG lét Thomas Tuchel fara fyrr á leiktíðinni og var Mauricio Pochettino ráðinn í staðinn. Argentínumaðurinn hefur ekki náð því besta út úr Frakklandsmeisturunum ef marka má frönsku úrvalsdeildina. Þar situr Parísarliðið í 2. sæti, þremur stigum á eftir toppliði, Lille þegar sjö umferðir eru eftir. Það sem meira er, PSG hefur tapað átta af 31 deildarleik sínum á leiktíðinni. Á sama tíma er Bayern með sjö stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir. Þó PSG eigi enn fína möguleika á að vinna frönsku deildina fjórða árið í röð – og í áttunda skiptið á síðustu níu árum – þá er alvitað að draumur eiganda PSG er að vinna þann stóra, Meistaradeild Evrópu. Til þess að það gerist þarf liðið að slá út Bayern-lið sem hefur unnið 18 af síðustu 19 leikjum sínum í keppninni. PSG á harma að hefna frá síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Bæði lið mæta „vængbrotin“ til leiks PSG getur huggað sig við það að Bæjarar verða án síns helsta markaskorara sem og nokkurra annarra leikmanna í kvöld. Gallinn er að það sama á við um PSG. Hjá Bayern er markamaskínan Robert Lewandowski frá vegna meiðsla og missir af báðum leikjum einvígisins. Pólverjinn hefur verið iðinn við kolann á þessari leiktíð líkt og undanfarin ár. Hann var kominn með fimm mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni áður en hann meiddist ásamt 35 í aðeins 25 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Evrópumeistararnir verða einnig án Serge Gnabry sem greindist með Covid-19 á dögunum sem og Corentin Tolisso og Douglas Costa. Þó leikmannahópur Bayern sé ógnarsterkur hefur það áhrif að missa svo marga gæða leikmenn út. Stærsta spurningin er hver mun leysa Lewandowski af hólmi. Mögulegt er að Leroy Sané fari upp í fremstu línu. Hinn eldfljóti Alphonso Davies færi þá á vinstri vænginn og Lucas Hernández í vinstri bakvörðinn. Hin lausnin er svo auðvitað sú að hinn 32 ára gamli Jean-Eric Maxim Choupo-Moting verði í byrjunarliði Bayern. Hann var hetja PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og hver veit nema hann verði hetja Bayern á þessari leiktíð. PSG er einnig í meiðsla- og Covid-vandræðum. Marco Veratti og Alessandro Florenzi greindust með kórónuveiruna á dögunum. Juan Bernat er frá vegna meiðsla og Leandro Paredes er í leikbann. Þá eru Danilo Pereira, Mauro Icardi og Layvin Kurzawa allir tæpir fyrir leik kvöldsins. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Jean-Eric Maxim Choupo-Moting, fyrrum leikmaður Hamburger, Mainz 05, Schalke 04 og Stoke City, var hins vegar óvænt hetja PSG í 8-liða úrslitum er hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í 2-1 sigri á Atalanta. Choupo-Moting leikur í dag með Bayern og gæti fengið óvænt tækifæri í kvöld þar sem Evrópumeistararnir eru án nokkurra leikmanna. Choupo-Moting tryggði PSG sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.EPA-EFE/David Ramos Aðstæður undir lok síðasta tímabils voru vægast sagt undarlegar vegna kórónufaraldursins. Síðustu leikir Meistaradeildarinnar fóru allir fram í Portúgal og var aðeins einn leikur í 8-liða sem og undanúrslitum. Nú eru hlutirnir aðeins eðlilegri þó enn séu einvígi í að fara fram á hlutlausum völlum þar sem sóttvarnareglur eru mismunandi land frá landi, en nóg um það. Gönguferð í garðinum fyrir Bæjara? Í kvöld mætast þessi stórskemmtilegu lið en ef horft er í gengið heima fyrir ættu Bæjarar að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. PSG lét Thomas Tuchel fara fyrr á leiktíðinni og var Mauricio Pochettino ráðinn í staðinn. Argentínumaðurinn hefur ekki náð því besta út úr Frakklandsmeisturunum ef marka má frönsku úrvalsdeildina. Þar situr Parísarliðið í 2. sæti, þremur stigum á eftir toppliði, Lille þegar sjö umferðir eru eftir. Það sem meira er, PSG hefur tapað átta af 31 deildarleik sínum á leiktíðinni. Á sama tíma er Bayern með sjö stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir. Þó PSG eigi enn fína möguleika á að vinna frönsku deildina fjórða árið í röð – og í áttunda skiptið á síðustu níu árum – þá er alvitað að draumur eiganda PSG er að vinna þann stóra, Meistaradeild Evrópu. Til þess að það gerist þarf liðið að slá út Bayern-lið sem hefur unnið 18 af síðustu 19 leikjum sínum í keppninni. PSG á harma að hefna frá síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Bæði lið mæta „vængbrotin“ til leiks PSG getur huggað sig við það að Bæjarar verða án síns helsta markaskorara sem og nokkurra annarra leikmanna í kvöld. Gallinn er að það sama á við um PSG. Hjá Bayern er markamaskínan Robert Lewandowski frá vegna meiðsla og missir af báðum leikjum einvígisins. Pólverjinn hefur verið iðinn við kolann á þessari leiktíð líkt og undanfarin ár. Hann var kominn með fimm mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni áður en hann meiddist ásamt 35 í aðeins 25 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni. Evrópumeistararnir verða einnig án Serge Gnabry sem greindist með Covid-19 á dögunum sem og Corentin Tolisso og Douglas Costa. Þó leikmannahópur Bayern sé ógnarsterkur hefur það áhrif að missa svo marga gæða leikmenn út. Stærsta spurningin er hver mun leysa Lewandowski af hólmi. Mögulegt er að Leroy Sané fari upp í fremstu línu. Hinn eldfljóti Alphonso Davies færi þá á vinstri vænginn og Lucas Hernández í vinstri bakvörðinn. Hin lausnin er svo auðvitað sú að hinn 32 ára gamli Jean-Eric Maxim Choupo-Moting verði í byrjunarliði Bayern. Hann var hetja PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og hver veit nema hann verði hetja Bayern á þessari leiktíð. PSG er einnig í meiðsla- og Covid-vandræðum. Marco Veratti og Alessandro Florenzi greindust með kórónuveiruna á dögunum. Juan Bernat er frá vegna meiðsla og Leandro Paredes er í leikbann. Þá eru Danilo Pereira, Mauro Icardi og Layvin Kurzawa allir tæpir fyrir leik kvöldsins. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira