Gnabry greindist með veiruna og missir af leiknum gegn PSG annað kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 22:31 Gnabry greindist með Covid-19 og missir af leik Bayern og PSG annað kvöld. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Evrópumeistarar Bayern München hafa orðið fyrir öðru áfalli fyrir fyrri leik liðsins gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrir ekki svo löngu meiddist pólski framherjinn Robert Lewandowski og var í kjölfarið staðfest að hann myndi missa af báðum leikjunum gegn PSG. Nú hefur Serge Gnabry greinst með kórónuveiruna og ljóst er að hann missir allavega af fyrri leik liðanna sem fram fer á morgun. Þessi 25 ára gamli vængmaður var ekki með Bæjurum á æfingu í dag, þriðjudag, og hefur nú fengist staðfest að um Covid-19 sé að ræða. Gnabry greindist með veiruna í október á síðasta ári en fimm dögum síðar kom í ljós að um gallað próf hefði verið að ræða. BREAKING: Bayern Munich confirm Serge Gnabry has tested positive for COVID-19.They play PSG in their Champions League quarterfinal on Wednesday. pic.twitter.com/09Bf8T6EV9— B/R Football (@brfootball) April 6, 2021 Bæjarar halda eflaust enn í vonina að það sama sé upp á teningnum nú og Gnabry nái allavega síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Gnabry var frábær á síðustu leiktíð er Bayern varð Þýskalands- og Evrópumeistari. Hann hefur verið aðeins rólegri á þessari leiktíð en samt skorað níu mörk í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp þrjú mörk til viðbótar. Þá hefur hann aðeins lagt upp eitt mark í sex leikjum í Meistaradeildinni til þessa. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu meiddist pólski framherjinn Robert Lewandowski og var í kjölfarið staðfest að hann myndi missa af báðum leikjunum gegn PSG. Nú hefur Serge Gnabry greinst með kórónuveiruna og ljóst er að hann missir allavega af fyrri leik liðanna sem fram fer á morgun. Þessi 25 ára gamli vængmaður var ekki með Bæjurum á æfingu í dag, þriðjudag, og hefur nú fengist staðfest að um Covid-19 sé að ræða. Gnabry greindist með veiruna í október á síðasta ári en fimm dögum síðar kom í ljós að um gallað próf hefði verið að ræða. BREAKING: Bayern Munich confirm Serge Gnabry has tested positive for COVID-19.They play PSG in their Champions League quarterfinal on Wednesday. pic.twitter.com/09Bf8T6EV9— B/R Football (@brfootball) April 6, 2021 Bæjarar halda eflaust enn í vonina að það sama sé upp á teningnum nú og Gnabry nái allavega síðari leik liðanna sem fram fer í næstu viku. Gnabry var frábær á síðustu leiktíð er Bayern varð Þýskalands- og Evrópumeistari. Hann hefur verið aðeins rólegri á þessari leiktíð en samt skorað níu mörk í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að leggja upp þrjú mörk til viðbótar. Þá hefur hann aðeins lagt upp eitt mark í sex leikjum í Meistaradeildinni til þessa. Leikur Bayern Munchen og PSG hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Chelsea og Porto sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira