Sennilega sitja þær Katrín og Áslaug Arna með Svandísi í súpunni Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2021 11:30 Á ríkisstjórnarfundi 30. mars síðastliðinn fjölluðu þær Katrín, Áslaug Arna og Svandísi Svavarsdóttur um stöðu og framkvæmd á landamærunum. vísir/vilhelm Dómurinn var afdráttarlaus: Ekki má halda fólki í sóttkví á sóttvarnahóteli ef það á í önnur hús að venda. Samkvæmt heimildum Vísis hyggjast Píratar kalla eftir gögnum sem lágu til grundvallar þegar málið var afgreitt á ríkisstjórnarfundi. Á fundi ríkisstjórnarinnar 30. mars síðastliðinn voru meðal annars tvö mál á dagskrá: Hið fyrra sneri að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra: Staða og framkvæmd á landamærunum. Hið seinna að Svandísi: Aðgerðir á landamærum - ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Höfðu verið vöruð við Af fundarefni má ráða að þær Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna hafi komið að hinum ólögmætu aðgerðum auk Svandísar. Vísir hefur heyrt í stjórnarandstöðuþingmönnum í morgun. Helga Vala segist ítrekað hafa goldið varhug við því að lagaheimildir fyrir því að vista fólk nauðugt á sóttvarnarhótelum kynnu að vera af skornum skammti.vísir/vilhelm Nú stendur yfir fundur í velferðarnefnd sem Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar stýrir. Hún hafði því ekki tök á að tjá sig um málið, sagði þó að hún hafi bent á meinbugi þessara aðgerða áður og oft. Helga Vala vísaði í þingræður, til dæmis frá 28. janúar þar sem hún sagði meðal annars: „Ekki er heimild fyrir því lengur að skylda fólk í sóttvarnahús en verið er að skýra betur sóttvarnahús þannig að heimildir séu til að opna slíkt hús á vegum stjórnvalda. Ég myndi telja mikilvægt að hafa skýrt valdboð til stjórnvalda um að þeim beri að halda úti sóttvarnahúsi ef þau leggja það á fólk að vera í slíku húsi, þ.e. þegar sú staða er komin upp, tilmæli til fólks um að fara í sóttvarnahús, þá sé um leið skýrt valdboð á stjórnvöldum að hafa slíkt hús til reiðu.“ Svandís viss í sinni sök Í umræðu tveimur dögum fyrr, undir liðnum „Hertar sóttvarnarreglur, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra, spurði Helga Vala um hvort heilbrigðisráðherra telji „lagaheimildir vera nógu skýrar til þess að skylda alla ferðamenn og heimafólk til dvalar í sóttvarnahúsi ef þau koma frá rauðum löndum“? Svör Svandísar voru afdráttarlaus. „Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Fyrst spurningin um það hvort lagaheimild sé fyrir því að nýta sóttvarnahús. Já, það er lagaheimild fyrir því sem Alþingi afgreiddi hér.“ Ráðherra er hér býsna viss í sinni sök en annað átti eftir að koma á daginn ef marka má niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Sú niðurstaða hefur þó verið kærð til Landsréttar. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 6. apríl 2021 11:14 Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli. 6. apríl 2021 08:54 Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnarinnar 30. mars síðastliðinn voru meðal annars tvö mál á dagskrá: Hið fyrra sneri að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra: Staða og framkvæmd á landamærunum. Hið seinna að Svandísi: Aðgerðir á landamærum - ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Höfðu verið vöruð við Af fundarefni má ráða að þær Katrín Jakobsdóttir og Áslaug Arna hafi komið að hinum ólögmætu aðgerðum auk Svandísar. Vísir hefur heyrt í stjórnarandstöðuþingmönnum í morgun. Helga Vala segist ítrekað hafa goldið varhug við því að lagaheimildir fyrir því að vista fólk nauðugt á sóttvarnarhótelum kynnu að vera af skornum skammti.vísir/vilhelm Nú stendur yfir fundur í velferðarnefnd sem Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar stýrir. Hún hafði því ekki tök á að tjá sig um málið, sagði þó að hún hafi bent á meinbugi þessara aðgerða áður og oft. Helga Vala vísaði í þingræður, til dæmis frá 28. janúar þar sem hún sagði meðal annars: „Ekki er heimild fyrir því lengur að skylda fólk í sóttvarnahús en verið er að skýra betur sóttvarnahús þannig að heimildir séu til að opna slíkt hús á vegum stjórnvalda. Ég myndi telja mikilvægt að hafa skýrt valdboð til stjórnvalda um að þeim beri að halda úti sóttvarnahúsi ef þau leggja það á fólk að vera í slíku húsi, þ.e. þegar sú staða er komin upp, tilmæli til fólks um að fara í sóttvarnahús, þá sé um leið skýrt valdboð á stjórnvöldum að hafa slíkt hús til reiðu.“ Svandís viss í sinni sök Í umræðu tveimur dögum fyrr, undir liðnum „Hertar sóttvarnarreglur, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra, spurði Helga Vala um hvort heilbrigðisráðherra telji „lagaheimildir vera nógu skýrar til þess að skylda alla ferðamenn og heimafólk til dvalar í sóttvarnahúsi ef þau koma frá rauðum löndum“? Svör Svandísar voru afdráttarlaus. „Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Fyrst spurningin um það hvort lagaheimild sé fyrir því að nýta sóttvarnahús. Já, það er lagaheimild fyrir því sem Alþingi afgreiddi hér.“ Ráðherra er hér býsna viss í sinni sök en annað átti eftir að koma á daginn ef marka má niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Sú niðurstaða hefur þó verið kærð til Landsréttar.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 6. apríl 2021 11:14 Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli. 6. apríl 2021 08:54 Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 6. apríl 2021 11:14
Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli. 6. apríl 2021 08:54
Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57
Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08