Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Snorri Másson skrifar 6. apríl 2021 11:14 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir stjórnmálamenn ábyrga fyrir ólögmætri sóttkvíarskyldu. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Gunnar kallar eftir því að samstarfsflokkar Vinstri grænna í ríkisstjórn svari því hvort heilbrigðisráðherra njóti enn trausts, í kjölfar þess að héraðsdómur dæmdi sóttkvíarskyldu á hóteli ólögmæta í gær. Að mati Gunnars ætti að sæta lagi og breyta um stefnu í kjölfar dómsins. „Mér finnst það mjög langt gengið að skylda fólk til að vera í fangelsi. Ég held að við ættum ekki að fara þessa leið,“ segir Gunnar Bragi. „Með ólíkindum“ Reglugerðin sem hlaut ekki blessun dómstóls í gær var samþykkt í ríkisstjórn 30. mars. Málið var á vegum heilbrigðisráðherra en byggt á tillögum sóttvarnalæknis. „Klúðrið“ segir Gunnar Bragi að skrifist á ríkisstjórnina, en ekki embættismenn. „Það er með ólíkindum að fara fram með svona ráðstafanir án þess að hafa fyrir þeim lagastoð,“ segir Gunnar. „Heilbrigðisráðherra er búinn að klúðra þessum málum frá upphafi en að hún byggi ekki ákvarðanir á lögum kallar á að menn endurskoði svolítið hvort hún nýtur stuðnings samstarfsflokkanna. Við vitum að hún nýtur stuðnings forsætisráðherra en hvað með hina flokkana?“ spyr Gunnar. „Við hljótum að kalla eftir því hvort samstarfsflokkarnir bakki þessar aðgerðir upp og hvort hún njóti áfram trausts.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann telji úrskurðinn vonbrigði fyrir íslenska þjóð, enda séu meiri líkur á að smit rati inn í samfélagið ef skyldudvalar á sóttkvíarhóteli nýtur ekki við. Fimm einstaklingar greindust á landamærunum í gær og fjórir innanlands, allir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Gunnar kallar eftir því að samstarfsflokkar Vinstri grænna í ríkisstjórn svari því hvort heilbrigðisráðherra njóti enn trausts, í kjölfar þess að héraðsdómur dæmdi sóttkvíarskyldu á hóteli ólögmæta í gær. Að mati Gunnars ætti að sæta lagi og breyta um stefnu í kjölfar dómsins. „Mér finnst það mjög langt gengið að skylda fólk til að vera í fangelsi. Ég held að við ættum ekki að fara þessa leið,“ segir Gunnar Bragi. „Með ólíkindum“ Reglugerðin sem hlaut ekki blessun dómstóls í gær var samþykkt í ríkisstjórn 30. mars. Málið var á vegum heilbrigðisráðherra en byggt á tillögum sóttvarnalæknis. „Klúðrið“ segir Gunnar Bragi að skrifist á ríkisstjórnina, en ekki embættismenn. „Það er með ólíkindum að fara fram með svona ráðstafanir án þess að hafa fyrir þeim lagastoð,“ segir Gunnar. „Heilbrigðisráðherra er búinn að klúðra þessum málum frá upphafi en að hún byggi ekki ákvarðanir á lögum kallar á að menn endurskoði svolítið hvort hún nýtur stuðnings samstarfsflokkanna. Við vitum að hún nýtur stuðnings forsætisráðherra en hvað með hina flokkana?“ spyr Gunnar. „Við hljótum að kalla eftir því hvort samstarfsflokkarnir bakki þessar aðgerðir upp og hvort hún njóti áfram trausts.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann telji úrskurðinn vonbrigði fyrir íslenska þjóð, enda séu meiri líkur á að smit rati inn í samfélagið ef skyldudvalar á sóttkvíarhóteli nýtur ekki við. Fimm einstaklingar greindust á landamærunum í gær og fjórir innanlands, allir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05