Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 08:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem Vísir hefur gert ítarleg skil, að sóttvarnalæknir hafi gengið lengra en lög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnahúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þrátt fyrir niðurstöðuna hvetja stjórnvöld gesti í sóttvarnahúsi til að ljúka dvöl sinni þar. Þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar megi þó hverfa þangað. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar.Vísir/vilhelm Fundurinn í velferðarnefnd er fjarfundur og hefst eins og áður segir klukkan tíu. Auk Svandísar og Þórólfs verða þar hinir ýmsu lögspekingar, að sögn Helgu Völu Helgadóttir, formanns velferðarnefndar. Hún gerir ráð fyrir að fundurinn standi fram yfir hádegi. Staðan á öðrum fundahöldum Enginn ríkisstjórnarfundur verður haldinn í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Ákveðið var fyrir nokkru síðan að fresta fundinum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki er ráðgert annað en að næsti ríkisstjórnarfundur verði haldinn á föstudag. Þá verður hefðbundinn upplýsingafundur um stöðu kórónuveirufaraldursins haldinn í dag. Fundur viðbragðsaðila um ástandið á gosstöðvunum er hins vegar staðfestur nú klukkan níu en þangað til, hið minnsta, verður svæðið áfram lokað almenningi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem Vísir hefur gert ítarleg skil, að sóttvarnalæknir hafi gengið lengra en lög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnahúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þrátt fyrir niðurstöðuna hvetja stjórnvöld gesti í sóttvarnahúsi til að ljúka dvöl sinni þar. Þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar megi þó hverfa þangað. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar.Vísir/vilhelm Fundurinn í velferðarnefnd er fjarfundur og hefst eins og áður segir klukkan tíu. Auk Svandísar og Þórólfs verða þar hinir ýmsu lögspekingar, að sögn Helgu Völu Helgadóttir, formanns velferðarnefndar. Hún gerir ráð fyrir að fundurinn standi fram yfir hádegi. Staðan á öðrum fundahöldum Enginn ríkisstjórnarfundur verður haldinn í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Ákveðið var fyrir nokkru síðan að fresta fundinum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki er ráðgert annað en að næsti ríkisstjórnarfundur verði haldinn á föstudag. Þá verður hefðbundinn upplýsingafundur um stöðu kórónuveirufaraldursins haldinn í dag. Fundur viðbragðsaðila um ástandið á gosstöðvunum er hins vegar staðfestur nú klukkan níu en þangað til, hið minnsta, verður svæðið áfram lokað almenningi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05
Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49