Innlent

Nýjar sprungur opnuðust á Reykja­nes­skaga

Vésteinn Örn Pétursson og Sylvía Hall skrifa
Nýja sprungan er fyrir miðri mynd en efst í hægra horni hennar má sjá hraunið sem komið hefur upp síðustu vikur.
Nýja sprungan er fyrir miðri mynd en efst í hægra horni hennar má sjá hraunið sem komið hefur upp síðustu vikur. Vísir/Vilhelm

Ný hraunsprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. 

Í samtali við fréttastofu segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni að tilkynning hafi borist í hádeginu frá flugturni í Keflavík og flugmönnum. Fyrstu mælingar bendi til þess að sprungan sé um hálfur kílómtetri að lengd. 

Viðbúið hafi verið að sprunga gæti opnast á svæðinu, þar sem kvikugangurinn liggi undir nokkuð stóru svæði.  Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavél RÚV sem hefur verið snúið að nýju sprungunum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að gossvæðinu í Geldingadölum hafi verið lokað í kjölfar þess að sprungan opnaðist. Rýming stendur nú yfir og frekari upplýsinga er að vænta síðar. 


Hér að neðan má sjá vakt þar sem greint verður frá helstu vendingum í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×