Innlent

Nístingskuldi og hvasst í Geldingadölum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur.
Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur. Vísir/Vilhelm

Heldur fámennt er við gosstöðvarnar í Geldingadölum enda nístingskuldi á svæðinu.

Dagurinn byrjar hægt við gosstöðvarnar. Fáir eru á svæðinu enda nístingskuldi að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns lögreglunnar á Suðurnesjum.

„Það er hvasst en vindur hefur gengið niður frá því í gær. Annars eru ágætar aðstæður.“

Svæðið opnaði klukkan sex í morgun og verður það opið til klukkan 18 í dag.

„Álagið er búið að vera langvarandi á björgunarsveitarmönnum og öðrum viðbragðsaðilum því verður ekki neitað og það var ákveðið fyrir páskahelgina að láta þetta mönnunarskipulag halda sér en draga svo úr mönnun eftir páska,“ sagði Gunnar.

Gasmengun á svæðinu getur verið mikil, þá sérstaklega í logni. Björgunarsveitafólk gætir fyllstu varúðar og passar upp á allan búnað.Vísir/Vilhelm

Hann segir að umferð hafi gengið vel síðustu daga.

„Það er aðeins að mettast ásókn í þetta. Þetta er að verða jafnara og viðráðanlegra. Fólk var að koma í ansi stórum bylgjum. Fjöldi fólks kom á svipuðum tíma þannig að lítið var við ráðið. En í dag og síðustu þrjá daga hefur þetta verið jafnara,“ sagði Gunnar.

Mest er umferðin þegar líða fer á kvöldið enda margir sem vilja sjá gosið í myrkri.

„Já mér sýnist það. Fólk er að koma rétt fyrir lokun til að geta verð aðeins fram í ljósaskiptin og jafnvel fram í myrkur“


Tengdar fréttir

Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun

Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs.

Opna í Geldingadali á hádegi

Opnað verður fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvunum í Geldingadölum á hádegi í dag. Lokað var fyrir umferð á svæðinu í gær vegna veðurs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.