Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 22:34 Eldgos í Geldingadölum á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs. „Það var einhver straumur fólks þarna en miklu minni heldur en síðustu daga, enda bauð veðrið kannski ekki upp á einhverja blíðu. Það var sjö til níu stiga frost og lengi vel 15-20 metrar og sló upp í 25 og jafnvel 29 metra í kviðum þarna um eitt leytið. Sem er meira heldur en maður myndi kæra sig um,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. „Mest var á bílastæðunum svona tvö til þrjú hundruð bílar, á bílastæðum sem taka þúsund um það bil, sem segir dálítið mikið,“ segir Gunnar. Hann segir að dagurinn hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Þessi óhöpp hafa verið mikið að gerast þegar það fer að skyggja og fólk er á leiðinni niður, jafnvel í myrkri, þannig að ég myndi ekki vilja fullyrða,“ sagði Gunnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í kvöld, en þá var fólk enn á svæðinu þótt það væru ekki ýkja margir. „Vonandi sleppur þetta bara vel.“ Hann kveðst ekki vita til þess að þurft hafi að hafa afskipti af fólki á svæðinu sem hafi átt að vera í sóttkví. Slík tilfelli hafi komið upp fyrir einhverjum dögum þegar fólki sem átti að vera í sóttkví var vísað frá svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að svæðið verði opið áfram á morgun frá klukkan sex í fyrramálið til sex annað kvöld. „Ég geri ráð fyrir því. Það á að vera betra veður,“ segir Gunnar. Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur, ekki aðeins vegna eldgossins. „Hitt stóra verkefnið okkar er náttúrlega uppi í flugstöð, með flugfarþegana og covid. Við erum að vinna, embættið, í þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma,“ segir Gunnar. „Á milli liggja þessi almennu daglegu verkefni,“ segir Gunnar. Birta kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í kvöld kort á Facebook-síðu sinni sem sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum. Kortið sýnir þykkt hraunsins frá því á föstudaginn ásamt upplýsingum um flæði, rúmmál og flatarmál þess. „Gögnin byggja á ítarlegum myndmælingum úr drónum, en til grundvallar var nákvæmt hæðarlíkan af landinu frá því fyrir gos, auk ýmissa mælinga á vettvangi. Fleiri kort og upplýsingar munu birtast næstu daga,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Það var einhver straumur fólks þarna en miklu minni heldur en síðustu daga, enda bauð veðrið kannski ekki upp á einhverja blíðu. Það var sjö til níu stiga frost og lengi vel 15-20 metrar og sló upp í 25 og jafnvel 29 metra í kviðum þarna um eitt leytið. Sem er meira heldur en maður myndi kæra sig um,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. „Mest var á bílastæðunum svona tvö til þrjú hundruð bílar, á bílastæðum sem taka þúsund um það bil, sem segir dálítið mikið,“ segir Gunnar. Hann segir að dagurinn hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Þessi óhöpp hafa verið mikið að gerast þegar það fer að skyggja og fólk er á leiðinni niður, jafnvel í myrkri, þannig að ég myndi ekki vilja fullyrða,“ sagði Gunnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í kvöld, en þá var fólk enn á svæðinu þótt það væru ekki ýkja margir. „Vonandi sleppur þetta bara vel.“ Hann kveðst ekki vita til þess að þurft hafi að hafa afskipti af fólki á svæðinu sem hafi átt að vera í sóttkví. Slík tilfelli hafi komið upp fyrir einhverjum dögum þegar fólki sem átti að vera í sóttkví var vísað frá svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að svæðið verði opið áfram á morgun frá klukkan sex í fyrramálið til sex annað kvöld. „Ég geri ráð fyrir því. Það á að vera betra veður,“ segir Gunnar. Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur, ekki aðeins vegna eldgossins. „Hitt stóra verkefnið okkar er náttúrlega uppi í flugstöð, með flugfarþegana og covid. Við erum að vinna, embættið, í þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma,“ segir Gunnar. „Á milli liggja þessi almennu daglegu verkefni,“ segir Gunnar. Birta kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í kvöld kort á Facebook-síðu sinni sem sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum. Kortið sýnir þykkt hraunsins frá því á föstudaginn ásamt upplýsingum um flæði, rúmmál og flatarmál þess. „Gögnin byggja á ítarlegum myndmælingum úr drónum, en til grundvallar var nákvæmt hæðarlíkan af landinu frá því fyrir gos, auk ýmissa mælinga á vettvangi. Fleiri kort og upplýsingar munu birtast næstu daga,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent