Segir Arteta að henda Aubameyang á bekkinn og spila Martinelli Anton Ingi Leifsson skrifar 5. apríl 2021 22:01 Aubameyang liggur í grasinu og Arteta fylgist með. Nú er spurning hvort að Aubameyang verði í byrjunarliðinu í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið. Stuart MacFarlane/Getty Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að Mikel Arteta ætti að skella Pierre-Emerick Aubameyang á bekkinn og spila hinum nítján ára gamli Gabriel Martinelli. Arsenal tapaði 3-0 fyrir ensku meisturunum í Liverpool á laugardagskvöldið en Arsenal átti aldrei möguleika í leiknum. Af mörgum slökum leikmönnum Arsenal var Aubameyang ofarlega á listanum. „Þetta var 50. leikur Mikel Arteta við stjórnvölinn hjá Arsenal og það er erfitt að muna eftir verri frammistöðu. Nú verður leikurinn á fimmtudaginn gegn Slavia Prag enn stærri,“ skrifaði Keown í pistli sínum á Daily Mail. „Arteta verður að taka stóra ákvörðun varðandi fyrirliðann. Hann setti fordæmi með að setja hann á bekkinn í norður Lundúnarslagnum nýlega. Aubameyang átti að byrja gegn Spurs en mætti of seint og var settur á bekkinn.“ Keown veltir fyrir sér hvort að Arteta missi álit leikmannahópsins ef að hann velur Aubameyang áfram í byrjunarliðið þrátt fyrir slaka frammistöðu. „Ætti Arteta að halda áfram að velja hann eftir slaka frammistöðu gegn Liverpool? Ef hann heldur áfram að velja hann, þá gæti hann misst virðingu hópsins. Það er tími til þess að setja hinn 19 ára gamli Gabriel Martinelli inn.“ „Hann er of góður til þess að sitja á bekknum. Liðsfélagar hans sjá hann á æfingum og vita hvað hann getur svo þeir verða hissa ef hann spilar ekki. Ég verð það líka,“ skrifaði Keown. Allan pistil Keown má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Mikel Arteta must DROP Pierre-Emerick Aubameyang and play Gabriel Martinelli | @MartinKeown5 https://t.co/Jgl0mZ1ZNn— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2021 Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Arsenal tapaði 3-0 fyrir ensku meisturunum í Liverpool á laugardagskvöldið en Arsenal átti aldrei möguleika í leiknum. Af mörgum slökum leikmönnum Arsenal var Aubameyang ofarlega á listanum. „Þetta var 50. leikur Mikel Arteta við stjórnvölinn hjá Arsenal og það er erfitt að muna eftir verri frammistöðu. Nú verður leikurinn á fimmtudaginn gegn Slavia Prag enn stærri,“ skrifaði Keown í pistli sínum á Daily Mail. „Arteta verður að taka stóra ákvörðun varðandi fyrirliðann. Hann setti fordæmi með að setja hann á bekkinn í norður Lundúnarslagnum nýlega. Aubameyang átti að byrja gegn Spurs en mætti of seint og var settur á bekkinn.“ Keown veltir fyrir sér hvort að Arteta missi álit leikmannahópsins ef að hann velur Aubameyang áfram í byrjunarliðið þrátt fyrir slaka frammistöðu. „Ætti Arteta að halda áfram að velja hann eftir slaka frammistöðu gegn Liverpool? Ef hann heldur áfram að velja hann, þá gæti hann misst virðingu hópsins. Það er tími til þess að setja hinn 19 ára gamli Gabriel Martinelli inn.“ „Hann er of góður til þess að sitja á bekknum. Liðsfélagar hans sjá hann á æfingum og vita hvað hann getur svo þeir verða hissa ef hann spilar ekki. Ég verð það líka,“ skrifaði Keown. Allan pistil Keown má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Mikel Arteta must DROP Pierre-Emerick Aubameyang and play Gabriel Martinelli | @MartinKeown5 https://t.co/Jgl0mZ1ZNn— MailOnline Sport (@MailSport) April 5, 2021
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira