Erlent

Tvö ókeypis Covid-próf á viku

Sylvía Hall skrifar
Prófin sem um ræðir verða aðgengileg í apótekum og á skimunarstöðvum og getur fólk tekið þau heima hjá sér.
Prófin sem um ræðir verða aðgengileg í apótekum og á skimunarstöðvum og getur fólk tekið þau heima hjá sér. Vísir/Getty

Allir íbúar í Bretlandi munu fá tvö ókeypis Covid-próf á viku í þeirri von um að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Prófin sem um ræðir gefa niðurstöðu á um það bil hálftíma og verða aðgengileg íbúum meðal annars í apótekum og á skimunarstöðvum, en fólk getur tekið þau heima hjá sér.

Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins þar sem haft er eftir Matt Hancock heilbrigðisráðherra að með þessu sé hægt að koma í veg fyrir hópsmit vegna einkennalausra.

„Einn af hverjum þremur sem er smitaður af Covid-19 sýnir engin einkenni og á meðan við afléttum takmörkunum í samfélaginu og hefjum starfsemi á starfsemi á sviðum sem hafa þurft að vera lokuð getur regluleg skimun skipt sköpum við það að koma auga á ný tilfelli.“

Ekki eru þó allir sammála um ágæti slíkra prófa, en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt áætlanir stjórnvalda er prófessorinn Allyson Pollock, sem segir svo víðtæka skimun „hneykslanlega sóun á peningum“ og mögulegt sé að fólk fái falskt jákvætt svar. Ríkisstjórnin hefur þó fullyrt að aðeins eitt af hverjum þúsund prófum sýni jákvætt svar, og prófin geti verið gagnleg til þess að greina fólk með mikið magn af veiru í sér.

Allir þeir sem greinast með veiruna eftir heimaprófið munu þurfa að fara í einangrun og geta svo pantað annað PCR-próf sem er yfirleitt notað í einkennasýnatökum. Það próf er svo sent til rannsóknar og reynist það neikvætt er fólk laust úr einangrun.


Tengdar fréttir

Helmingur Breta nú með mót­efni

Helmingur allra Breta er nú kominn með mótefni gegn kórónuveirunni, annaðhvort eftir að hafa smitast af veirunni, eða eftir að hafa fengið bóluefni gegn hanni.

Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi

Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.