Enski boltinn

Rudiger sendur heim af æfingu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Antonio Rudiger í leik með Chelsea í Meistaradeild Evrópu.
Antonio Rudiger í leik með Chelsea í Meistaradeild Evrópu. Mike Hewitt/Getty Images

Chelsea hafði ekki tapað leik síðan Thomas Tuchel tók við stjórn liðsins. Eftir 5-2 tap gegn West Brom á laugardaginn var pirringur í mönnum á æfingu. Kepa Arrizabalaga og Antonio Rudiger lenti þá saman og endaði það svo að Tuchel þurfti að senda Rudiger snemma í sturtu.

Samkvæmt heimldarmönnum kom Rudiger seint í tæklingu á Kepa sem varð til þess að einhverjar stimpingar áttu sér stað. Rudiger hefur nú beðið liðsfélaga sinn afsökunar.

Tuchel hafði varað leikmenn sína við því að missa ekki einbeitinguna eftir leikinn, en tapið hefur þó valdið einhverjum núningi innan herbúða Chelsea.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.