Enski boltinn

Davinson Sanchez varð fyrir kynþáttafordómum eftir jafnteflið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Davinson Sanches í baráttu við Allan Saint-Maximin í gær.
Davinson Sanches í baráttu við Allan Saint-Maximin í gær. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Davinson Sanchez, varnarmaður Tottenham, varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir jafnteflið gegn Newcastle í gær. Sanchez birti myndir af skilboðum sem hann fékk í sögu sinni á Instagram.

Tottenham fordæmir skilaboðin sem Sanchez fékk og segir þau ógeðsleg. Þeir kalla eftir því að samfélagsmiðlar taki harðar á málum sem þessum.

Mál eins og þessi eru því miður allt of algeng, en Callum Robinson, framherji West Bromwich Albion, lenti í svipuðu atviki eftir 5-2 sigur liðsins gegn Chelsea á laugardaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.