Innlent

Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan hefur til rannsóknar andlát þrítugs karlmanns. Málið er rannsakað sem manndráp.
Lögreglan hefur til rannsóknar andlát þrítugs karlmanns. Málið er rannsakað sem manndráp. Vísir/Vilhelm

Lögregla hyggst gera kröfu um gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um árás við Vindakór í Kópavogi á föstudag. Íslenskur karlmaður fæddur árið 1990 lést af völdum áverka sinna í gær, en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn.

Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, segir að rannsóknin miði meðal annars að því hvernig maðurinn hlaut áverkana. Heimildir fréttastofu herma að um hafi verið að ræða talsverða höfuðáverka og að verið sé að skoða hvort ráðist hafi verið á manninn eða hvort bíl hafi verið ekið á hann og maðurinn skilinn eftir í sárum sínum.

Þá sé það einnig til rannsóknar hvort manndrápið tengist fíkniefnaviðskiptum, en að öðru leyti vill hann ekki tjá sig nánar um málið á þessu stigi rannsóknarinnar. Þrír hafa verið handteknir vegna gruns um aðild að árásinni. 

Heimildir herma að um sé að ræða rúmenska ríkisborgara. 

Ekki er talið að árásin tengist morðinu í Rauðagerði.


Tengdar fréttir

Krefjast gæsluvarðhalds yfir einum vegna andlátsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert kröfu um gæsluvarðhald yfir einum manni vegna andláts manns sem lést eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Kórahverfinu í Kópavogi. Maðurinn sem krafist er gæsluvarðhalds yfir er erlendur ríkisborgari, en málið er rannsakað sem manndráp.

And­lát karl­­manns sem lést í dag rann­sakað sem mann­dráp

Íslenskur karlmaður um þrítugt lést í dag af völdum áverka sem hann hlaut í líkamsárás fyrir utan heimili sitt í gær. Málið er rannsakað sem manndráp. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×