Innlent

Krefjast gæsluvarðhalds yfir einum vegna andlátsins

Sylvía Hall skrifar
Þrír voru handteknir í gær. 
Þrír voru handteknir í gær.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert kröfu um gæsluvarðhald yfir einum manni vegna andláts manns sem lést eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Kórahverfinu í Kópavogi. Maðurinn sem krafist er gæsluvarðhalds yfir er erlendur ríkisborgari, en málið er rannsakað sem manndráp.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Maðurinn sem lögregla fer fram á gæsluvarðhald yfir er einn þriggja sem handteknir voru vegna málsins í gær.

Karlmaðurinn sem lést var fluttur á Landspítalann í gærmorgun en hann var svo úrskurðaður látinn síðdegis í gær. Lögregla greindi frá því í gær að rannsókn málsins væri á frumstigi, en ekki væri talið að það tengdist morðinu í Rauðagerði.

Uppfært klukkan 10:32: Í upprunarlegri útgáfu fréttarinnar var vísað í frétt Fréttablaðsins um að einn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hið rétta er að lögregla hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir einum manni.


Tengdar fréttir

And­lát karl­­manns sem lést í dag rann­sakað sem mann­dráp

Íslenskur karlmaður um þrítugt lést í dag af völdum áverka sem hann hlaut í líkamsárás fyrir utan heimili sitt í gær. Málið er rannsakað sem manndráp. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×