Fótbolti

Tölfræðilega ómögulegt fyrir Liverpool að verja titilinn eftir sigur Manchester City

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Benjamin Mendy fagnar marki sínu í dag.
Benjamin Mendy fagnar marki sínu í dag. Tim Keeton - Pool/Getty Images

Manchester City heimsótti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag og unnu nokkuð þægilegan 0-2 sigur. Benjamin Mendy og Gabriel Jesus sáu um markaskorunina. Sigurinn þýðir að nú er tölfræðilega ómögulegt fyrir Liverpool að verja titilinn.

Manchester City lenti ekki í miklum vandræðum þegar þeir heimsóttu Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gestirnir voru mun betri aðilinn í leiknum, en heimamenn héldu þeim í skefjum framan af.

Það var ekki fyrr en á 58. mínútu sem gestirnir náðu að brjóta ísinn. Þar var á ferðinni Benjamin Mendy sem kom sínum mönnum í 1-0 forystu með góðu marki.

Gabriel Jesus tvöfaldaði forystu gestanna á 74. mínútu þegar hann batt endahnútinn á góða sókn City manna.

Manchester City er nú með 17 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, en nágrannar þeirra í Manchester United sitja í öðru sæti og eiga tvo leiki til góða.

Leicester er enn í þriðja sæti deildarinnar með 56 stig og eru enn í ágætis málum í baráttunni um meistaradeildarsæti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×