Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Eiður Þór Árnason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 3. apríl 2021 17:42 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson dómari í skriflegu svari til fréttastofu og segir að ákvörðun verði tekin um framhaldið þegar kröfugerðin hefur borist. Að sögn Lárentsínusar er um að ræða sömu þrjár kröfur og áður höfðu borist dómnum en þær komi nú frá sóttvarnalækni líkt og sóttvarnalög ráðgeri. Aðspurður um það hvort hann geti staðfest að unnið sé að undirbúningi kröfugerðar til héraðsdóms segir sóttvarnalæknir að málið sé í ferli. RÚV greindi frá því fyrr í dag að Þórólfur hafi boðað umrædda kröfugerð. Fyrstu kröfurnar sem tengdust sóttkvíarhótelinu bárust Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en líkt og Fréttablaðið greindi frá segir í sóttvarnalögum að það sé sóttvarnalæknis eða fulltrúa landlæknis að bera lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni undir dóm en ekki einstaklings sem er ósáttur við þá tilhögun. Þannig er það sóttvarnalæknir sem setur fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi slíkrar ákvörðunar hafi henni verið mótmælt. Fastlega má gera ráð fyrir því að Þórólfur muni í kröfu sinni verja þá ákvörðun að ferðamönnum sem koma frá hááhættusvæðum sé gert að dvelja á sóttkvíarhóteli. Ekki einangrunarvist Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki hans að taka afstöðu til þess hvort lög nái utan um úrræðið. „Það er ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins sem setur þessar reglugerðir og ber ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna.“ Hann vildi jafnframt meina að ekki væri um einangrunarvist að ræða og verið væri að fylgja lögum um sóttkví. „Ég bendi á að þarna greindust einstaklingar með smit sem voru í sóttkví á hótelinu. Við erum að þessu til að reyna að koma í veg fyrir að fólk sem er í sóttkví fari að smita út frá sér. Við höfum verið með útbreiðsluna hér innanlands vegna þess, bæði í þriðju bylgjunni og svo núna undanfarið, verið aðallega vegna þess að fólk sem er í sóttkví heldur ekki sóttkvína. Það umgengst aðra, hittir aðra, gerir það sem leiðbeiningar segja til um. Og á þeim grunni þá var ákveðið að fara þessa leið,“ sagði Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Þórólfur sagði fyrr í dag það ekki nýtt af nálinni að fólk velti fyrir sér lögmæti sóttvarnaaðgerða. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson dómari í skriflegu svari til fréttastofu og segir að ákvörðun verði tekin um framhaldið þegar kröfugerðin hefur borist. Að sögn Lárentsínusar er um að ræða sömu þrjár kröfur og áður höfðu borist dómnum en þær komi nú frá sóttvarnalækni líkt og sóttvarnalög ráðgeri. Aðspurður um það hvort hann geti staðfest að unnið sé að undirbúningi kröfugerðar til héraðsdóms segir sóttvarnalæknir að málið sé í ferli. RÚV greindi frá því fyrr í dag að Þórólfur hafi boðað umrædda kröfugerð. Fyrstu kröfurnar sem tengdust sóttkvíarhótelinu bárust Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en líkt og Fréttablaðið greindi frá segir í sóttvarnalögum að það sé sóttvarnalæknis eða fulltrúa landlæknis að bera lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni undir dóm en ekki einstaklings sem er ósáttur við þá tilhögun. Þannig er það sóttvarnalæknir sem setur fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi slíkrar ákvörðunar hafi henni verið mótmælt. Fastlega má gera ráð fyrir því að Þórólfur muni í kröfu sinni verja þá ákvörðun að ferðamönnum sem koma frá hááhættusvæðum sé gert að dvelja á sóttkvíarhóteli. Ekki einangrunarvist Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að það væri ekki hans að taka afstöðu til þess hvort lög nái utan um úrræðið. „Það er ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins sem setur þessar reglugerðir og ber ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna.“ Hann vildi jafnframt meina að ekki væri um einangrunarvist að ræða og verið væri að fylgja lögum um sóttkví. „Ég bendi á að þarna greindust einstaklingar með smit sem voru í sóttkví á hótelinu. Við erum að þessu til að reyna að koma í veg fyrir að fólk sem er í sóttkví fari að smita út frá sér. Við höfum verið með útbreiðsluna hér innanlands vegna þess, bæði í þriðju bylgjunni og svo núna undanfarið, verið aðallega vegna þess að fólk sem er í sóttkví heldur ekki sóttkvína. Það umgengst aðra, hittir aðra, gerir það sem leiðbeiningar segja til um. Og á þeim grunni þá var ákveðið að fara þessa leið,“ sagði Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Þórólfur sagði fyrr í dag það ekki nýtt af nálinni að fólk velti fyrir sér lögmæti sóttvarnaaðgerða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21
Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16