Innlent

„Síminn hefur ekki stoppað“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Rósý Sigþórsdóttir verkefnastýra kaffistofu Samhjálpar segir að síminn hafi ekki stoppað eftir að fregnir bárust að því að ekki væri til nóg af páskaeggjum handa skjólstæðingum samtakanna.
Rósý Sigþórsdóttir verkefnastýra kaffistofu Samhjálpar segir að síminn hafi ekki stoppað eftir að fregnir bárust að því að ekki væri til nóg af páskaeggjum handa skjólstæðingum samtakanna. Vísir

Verkefnastýra kaffistofu Samhjálpar segir að síminn hjá sér hafi ekki stoppað eftir að fregnir bárust af því að ekki væri til nóg af páskaeggjum fyrir skjólstæðinga samtakanna á páskadag. Fólk hafi verið að koma með egg í gær og í dag. Hún telur að flestir ef ekki allir geti átt von á páskaeggi á morgun og er afar þakklát fyrir stuðninginn. 

Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn Rósýar Sigþórsdóttur verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda.

Hún segir að á páskadag verði lambaveisla sem góðir bakhjarlar Samhjálpar bjóði uppá. 

Í gær kom fram í viðtali við Rósý að því miður væri ekki til nóg af páskaeggjum fyrir alla skjólstæðinga Samhjálpar á páskadag.  Góðhjartaðir lesendur Vísis voru fljótir til og komu færandi hendi í Borgartún 1 þar sem kaffistofa Samhjálpar er staðsett. 

„Síminn hefur varla stoppað og ég tel að það muni berast nóg fyrir alla okkar gesti.  Við erum  afskaplega þakklát öllum þeim sem hafa lagt ferð sína til okkar í gær og í dag,“ segir Rósý. 

Svo virðist vera sem páskaegg hafi sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og í ár en þau kláruðust í mörgum verslunum í dag þrátt fyrir að framleiðendur hafi haft sig alla við að koma sem flestum eggjum í verslanir. 


Tengdar fréttir

Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola

Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag.

Páskaeggin við það að klárast

Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×