Segir ekki miklar líkur á því að Man City fjárfesti í framherja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 10:45 Pep segir ekki miklar líkur á því að Manchester City splæsi í framherja í sumar. EPA-EFE/Tibor Illyes Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sagði mögulegt að félagið myndi ekki kaupa framherja í sumar til að fylla í skarð Sergio Agüero en samningur hans rennur út í sumar. Pep var spurður út í framherjamál liðsins á blaðamannafundi í gær en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjahlé. City-liðið hefur orðað við hvern sóknarmanninn á fætur öðrum undanfarnar vikur en Pep virðist loksins hafa ástæðu til að spila án framherja á næstu leiktíð. Pep on buying a striker @ManCity: In the moment, if you ask me honestly - and always I m honest here - what is going to happen? This is not going to happen. But you know the market, and the clubs, so I don t know. All the clubs are struggling and we are not an exception. — Simon Stone (@sistoney67) April 2, 2021 „Við erum með nóg af leikmönnum í leikmannahópi okkar og eigum efnilega leikmenn í akademíunni. Eins og staðan er í dag eru ekki miklar líkur á að við fjárfestum í framherja fyrir næsta tímabili. Miðað við verðmiðana á þessum leikmönnum þá höfum við ekki efni á því. Lið eiga í fjárhagsvandræðum út af kórónufaraldrinum og við erum þar á meðal,“ sagði Pep til að mynda. „Við erum með Gabriel Jesus í okkar röðum og Ferran Torres hefur spilað frábærlega í þessari stöðu það sem af er tímabili. Svo spilum við oft án eiginlegs framherja. Ég veit ekki hvað gerist en eins og staðan er í dag er það ekki líklegt,“ sagði Pep einnig um möguleg framherjakaup Manchester City. Það verður að koma í ljós hvað gerist en Lionel nokkur Messi rennur út á samning í sumar eins og staðan er í dag. Þó hann sé ekki eiginlegur framherji væri hann líklega fullkominn sem „fremsti maður“ í þessu ótrúlega leikkerfi sem Pep hefur smíðað hjá City. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Sjá meira
Pep var spurður út í framherjamál liðsins á blaðamannafundi í gær en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjahlé. City-liðið hefur orðað við hvern sóknarmanninn á fætur öðrum undanfarnar vikur en Pep virðist loksins hafa ástæðu til að spila án framherja á næstu leiktíð. Pep on buying a striker @ManCity: In the moment, if you ask me honestly - and always I m honest here - what is going to happen? This is not going to happen. But you know the market, and the clubs, so I don t know. All the clubs are struggling and we are not an exception. — Simon Stone (@sistoney67) April 2, 2021 „Við erum með nóg af leikmönnum í leikmannahópi okkar og eigum efnilega leikmenn í akademíunni. Eins og staðan er í dag eru ekki miklar líkur á að við fjárfestum í framherja fyrir næsta tímabili. Miðað við verðmiðana á þessum leikmönnum þá höfum við ekki efni á því. Lið eiga í fjárhagsvandræðum út af kórónufaraldrinum og við erum þar á meðal,“ sagði Pep til að mynda. „Við erum með Gabriel Jesus í okkar röðum og Ferran Torres hefur spilað frábærlega í þessari stöðu það sem af er tímabili. Svo spilum við oft án eiginlegs framherja. Ég veit ekki hvað gerist en eins og staðan er í dag er það ekki líklegt,“ sagði Pep einnig um möguleg framherjakaup Manchester City. Það verður að koma í ljós hvað gerist en Lionel nokkur Messi rennur út á samning í sumar eins og staðan er í dag. Þó hann sé ekki eiginlegur framherji væri hann líklega fullkominn sem „fremsti maður“ í þessu ótrúlega leikkerfi sem Pep hefur smíðað hjá City.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Sjá meira