Innlent

Sleginn í höfuðið af grímuklæddum árásarmanni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Úr miðbæ Reykjavíkur.
Úr miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Maður hafði samband við lögreglu snemma í gærkvöldi og sagðist hafa orðið fyrir árás af höndum grímuklædds manns í hverfi 105. Sagði hann árásarmanninn hafa slegið sig í höfuðið með áhaldi og þá reyndist hann einnig með áverka á hendi.

Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en málið er í rannsókn.

Í sama hverfi, um kl. 18, var tilkynnt um slys þar sem maður hafði dottið af rafskútu. Hann reyndist með höfuðáverka og blæddi töluvert. Þá var hann einnig meiddur á öxl og í handlegg og var fluttur á slysadeild.

Um kl. 20.30 var tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðborginni en þar var maður stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir.

Þá var maður handtekinn fyrir líkamsárás í miðborginni seinna um nóttina og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Nokkrir voru stöðvaðir í höfuðborginni í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.