Fyrstu rúturnar að eldgosinu voru vel nýttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 19:37 Rútur sem fóru úr Reykjavík að Geldingadölum voru vel nýttar, sérstaklega síðdegis í dag. Vísir/Egill Stríður straumur fólks barst að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Fjöldi var þegar mættur áður en svæðið var opnað af viðbragðsaðilum klukkan sex og segir aðalvarðstjóri lögreglunnar í Grindavík að vel hafi gengið á svæðinu í dag. „Þetta gekk bara mjög vel í dag. Það kom margt fólk á svæðið en umferðin varð aldrei þung þrátt fyrir það og bílastæðin höfðu undan,“ segir Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri í Grindavík, í samtali við fréttastofu. Hraunið sem runnið hefur undanfarnar tæpar tværi vikur er orðið nokkuð víðfemt.Vísir/Egill Hann segir ómögulegt að segja til um hversu margir hafi sótt gosstöðvarnar heim í dag. Fólk hafi hins vegar komið að þeim í allan dag og enn fleiri síðdegis en fyrr um daginn. Þá nýtti fjöldi fólks sér að koma að svæðinu með hópferðarrútum, sem komu að stöðvunum í fyrsta sinn í dag. „Fólk hefur greinilega áttað sig á því þegar leið á daginn að rútuferðirnar stæðu til boða. Fólki fór að fjölga með hverri ferðinni,“ segir Sigurður. Hægt var að leggja bílum sínum í Grindavík og taka þaðan rútu eftir Suðurstrandarvegi. Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður fréttastofu, var á svæðinu í dag og tók hann myndir af gestum og gangandi við gosstöðvarnar. Sigurður segir ómögulegt að áætla hversu margir hafi farið í Geldingadali í dag.Vísir/Egill Enn er mikið líf í hrauninu.Vísir/Egill Búið er að útbúa bílastæði til þess að taka á móti þeim sem skoða eldgosið.Vísir/Egill Rúturnar stoppa við björgunarsveitarskýlin þar sem gönguleiðin hefst. Þeir sem taka rútu sleppa því við gönguna frá bílastæðinu að upphafsstað gönguleiðarinnar.Vísir/Egill Vísir/Egill Fjöldi fólks sótti gosstöðvarnar heim í dag.Vísir/Egill Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17 Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00 „Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
„Þetta gekk bara mjög vel í dag. Það kom margt fólk á svæðið en umferðin varð aldrei þung þrátt fyrir það og bílastæðin höfðu undan,“ segir Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri í Grindavík, í samtali við fréttastofu. Hraunið sem runnið hefur undanfarnar tæpar tværi vikur er orðið nokkuð víðfemt.Vísir/Egill Hann segir ómögulegt að segja til um hversu margir hafi sótt gosstöðvarnar heim í dag. Fólk hafi hins vegar komið að þeim í allan dag og enn fleiri síðdegis en fyrr um daginn. Þá nýtti fjöldi fólks sér að koma að svæðinu með hópferðarrútum, sem komu að stöðvunum í fyrsta sinn í dag. „Fólk hefur greinilega áttað sig á því þegar leið á daginn að rútuferðirnar stæðu til boða. Fólki fór að fjölga með hverri ferðinni,“ segir Sigurður. Hægt var að leggja bílum sínum í Grindavík og taka þaðan rútu eftir Suðurstrandarvegi. Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður fréttastofu, var á svæðinu í dag og tók hann myndir af gestum og gangandi við gosstöðvarnar. Sigurður segir ómögulegt að áætla hversu margir hafi farið í Geldingadali í dag.Vísir/Egill Enn er mikið líf í hrauninu.Vísir/Egill Búið er að útbúa bílastæði til þess að taka á móti þeim sem skoða eldgosið.Vísir/Egill Rúturnar stoppa við björgunarsveitarskýlin þar sem gönguleiðin hefst. Þeir sem taka rútu sleppa því við gönguna frá bílastæðinu að upphafsstað gönguleiðarinnar.Vísir/Egill Vísir/Egill Fjöldi fólks sótti gosstöðvarnar heim í dag.Vísir/Egill
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17 Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00 „Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1. apríl 2021 18:17
Ferðamennska framtíðarinnar Íslensk náttúra hefur heldur betur gert vart við sig á síðustu dögum. Eftir tæplega 800 ára svefn rennur nú funheitt hraun í eldgosi á Reykjanesi. 1. apríl 2021 11:00
„Það kann enginn að bregðast við eldgosi“ Eldgos virðist vera heitasta umræðuefnið hér á landi þessa dagana. En hvernig er best að bregðast við eldgosi? 1. apríl 2021 09:00