Erlent

WHO: Dreifing bólu­efna í Evrópu „óásættanlega hæg“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kennari bólusettur með bóluefni AstraZeneca í Tórínó á Ítalíu.
Kennari bólusettur með bóluefni AstraZeneca í Tórínó á Ítalíu. Stefano Guidi/Getty

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gagnrýnir harðlega bólusetningar í Evrópu, sem stofnunin segir ganga „óásættanlega hægt.“ Stofnunin hefur áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins í álfunni.

„Bólusetning er okkar besta leið út úr þessum faraldri. Að því sögðu hefur dreifing bóluefna gengið óafsakanlega hægt,“ segir Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, í yfirlýsingu.

Hann telur að gefa þurfi í í bólusetningarferlinu með því að auka framleiðslu og fjarlægja hindranir sem standa í vegi fyrir dreifingu.

„Við þurfum að nota hvern einasta skammt sem til er á lager,“ segir Kluge í yfirlýsingunni. Hann varar þá við fölsku öryggi sem kann að ná fótfestu nú þegar flest lönd eru farin að bólusetja.

Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu.Vísir/EPA

Bólusetning hafin hjá um 90 milljónum

Yfir 900 milljónir manna búa á svæðinu sem fellur undir starfsemi Evrópuarms WHO. Svæðið nær vestur til Grænlands og austur til austasta hluta Rússlands. Í síðustu viku greindist 1,6 milljón manna með kórónuveiruna á svæðinu og 24.000 létust.

Aðeins tíu prósent þeirra sem búa á svæðinu hafa fengið minnst fyrri skammt bóluefnis við kórónuveirunni. Heildartala látinna á svæðinu nálgast milljón, og heildartala þeirra sem greinst hafa með veiruna 45 milljónir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.