Innlent

Stolinn bíll fannst fjórum tímum síðar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan hafði að því er virðist í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan hafði að því er virðist í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot og þjófnað í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að veski, bíllyklum og fleiri munum hafi verið stolið. Bíl húsráðanda hafði verið stolið, en hann fannst um fjórum tímum síðar, mannlaus í Breiðholti.

Þá barst lögreglu tilkynning um innbrot í geymslur fjölbýlishúss í Grafarvogi, en ekki liggur fyrir hvort nokkru var stolið þaðan. Samkvæmt dagbók lögreglu var þá tvívegis í gærkvöldi tilkynnt um búðarhnupl, í Breiðholti annars vegar og Fossvogi hins vegar.

Á níunda tímanum í gærkvöldi handtók lögregla þá mann í „mjög annarlegu ástandi“ í Árbæ. Maðurinn er grunaður um eignaspjöll og var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar á máli hans.

Nokkur mál þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna komu á borð lögreglu í gær og í nótt. Eitt slíkt átti sér stað skömmu fyrir klukkan eitt í nótt, þegar bifreið var stöðvuð eftir að hún mældist á hraðanum 110 á svæði þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80. Reyndist ökumaður bifreiðarinnar vera 17 ára og verður málið tilkynnt forráðamanni hans og Barnavernd, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.