Fótbolti

Mikil­vægt að fá fyrstu þrjú stigin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Bjarnason var meðal markaskorara Íslands í dag.
Birkir Bjarnason var meðal markaskorara Íslands í dag. DeFodi Images/Getty Images

Birkir Bjarnason, einn markaskorara Íslands í 4-1 sigri gegn Liechtenstein, sagði mikilvægast að hafa náð í þrjú stig úr leik kvöldsins.

„Það var mjög mikilvægt að fá fyrstu þrjú stigin í riðlinum. Við erum ekki ánægðir með leikina í heild en það er gott að ná í fyrstu stigin,“ sagði Birkir um leik kvöldsins.

„Nei, það er alltaf heiður og gaman að spila landsleiki. Það voru allir mjög gíraðir og klárir í verkefnið og að ná í þrjú stig. Bara vel gert hjá okkur að gíra okkur upp í þetta og klára þetta.“

„Leikurinn var bara alveg eins og þjálfararnir voru búnir að teikna þetta upp og sýna okkur. Þetta fór í raun bara alveg eftir plani. Við vorum mikið með boltann og gerðum vel, vorum þolinmóðir og mörkin komu á endanum.“

„Mikilvægt að fara inn í klefa með 2-0. Þá getum við aðeins andað og reynt að einblína á að klára leikinn,“ sagði Birkir um mikilvægi þess að skora seint í fyrri hálfleik.

„Alveg opinn riðill, við vissum það fyrir leikina. Þó að við ætluðum okkur að taka sex stig úr þessum leikjum þá erum við komnir á blað og getum farið að einbeita okkur að næsta verkefni,“ sagði Birkir Bjarnason að endingu.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 1-4 | Kærkominn sigur í Vaduz

Ísland vann kærkominn sigur á Liechtenstein, 1-4, þegar liðin áttust við á Rheinpark Stadion í Vaduz í kvöld. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson (víti) skoruðu mörk Íslendinga. Yanik Frick skoraði mark Liechtensteina beint úr hornspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×