E­ver­ton heldur á­fram að mis­stíga sig á heima­velli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í baráttunni við Wilfried Zaha í kvöld.
Gylfi í baráttunni við Wilfried Zaha í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images

Everton gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace í fyrsta leiknum liðsins eftir landsleikjahlé. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af bekknum í fyrri hálfleik og spilaði í klukkutíma.

Everton hafði fyrir leikinn í kvöld tapað þremur leikjum í röð en liðið hefur átt erfitt uppdráttar á heimavelli í vetur.

Staðan var markalaus í hálfleik en James Rodriguez kom Everton yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu fyrirliðans Seamus Coleman.

Gestirnir jöfnuðu hins vegar fjórum mínútum fyrir leikslok. Þar var að verki Michy Bathusyai og lokatölur 1-1.

Gylfi Þór byrjaði á bekknum en kom inn á eftir rúmlega hálftíma leik er Andre Gomes meiddist.

Everton er í áttunda sætinu með 47 stig, tveimur stigum á eftir Tottenham sem er í fimmta sætinu.

Palace er í tólfta sætinu með 36 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.