Framherjar frá Arsenal, Chelsea og PSV en aðeins eitt skot á mark í tveimur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2021 22:45 Callum Hudson-Odoi - líkt og samherjar sínir - komst hvorki lönd né strönd gegn Sviss. EPA-EFE/PETER KLAUNZER Íslenska U-21 árs landsliðinu hefur ekki gengið sem best í riðlakeppni EM sem nú fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Enska landsliðinu hefur hins vegar gengið vægast sagt skelfilega. Tvö töp og ekkert mark skorað til þessa. Eins og svo oft áður voru Englendingar taldir líklegir til árangurs þegar mótið hófst. Meira að segja eftir að Mason Greenwood, framherji Manchester United, dró sig úr hópnum. Liðið var enn með leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Callum Hudson-Odoi og Noni Madueke fyrir þau sem fylgjast með hollenska boltanum. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá lærisveinum Aidy Boothroyd og virðist sem þjálfarinn sé ráðalaus. Hann stillti upp í 3-4-3 leikkerfi í fyrsta leik mótsins gegn Sviss. Leikkerfið virðist hafa átt að spegla það sem A-landsliðið gerir undir stjórn Gareth Southgate en það gekk engan veginn upp. Lokatölur 1-0 Sviss í vil og var stillt upp í hefðbundið 4-3-3 í næsta leik gegn Portúgal. Það gekk jafn illa en leikmenn virtust vart vita hvort þeir væru að koma eða fara. Liðið reyndi að spila út frá markverði en það gekk engan veginn upp og fór það svo að Portúgal vann leikinn 2-0. One shot on target from two games, rock bottom of Group D is where England U21s deserve to beDespite changes vs Portugal the fundamental issues from the Swiss loss remained, with slow and sloppy play through the thirds costlyMassive game on Wednesdayhttps://t.co/xdBLKtiVA4— Art de Roché (@ArtdeRoche) March 29, 2021 England því enn án stiga þegar tveimur leikjum er lokið. Það sem meira er, þá hefur liðið aðeins átt eitt skot á markið í leikjunum tveimur. Miði er möguleiki Á einhvern ótrúlegan hátt á England þó enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið þarf að vinna Króatíu og treysta á að Portúgal vinni Sviss. Sem stendur er Portúgal á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 3-0. Þar á eftir koma Króatía og Sviss með þrjú stig og markatöluna 3-3 á meðan England rekur lestina án stiga með markatöluna 0-3. Nánar má lesa um afhroð Englands á EM U-21 árs á vef The Athletic þar sem farið er ofan í saumana á vandræðum liðsins. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Eins og svo oft áður voru Englendingar taldir líklegir til árangurs þegar mótið hófst. Meira að segja eftir að Mason Greenwood, framherji Manchester United, dró sig úr hópnum. Liðið var enn með leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Callum Hudson-Odoi og Noni Madueke fyrir þau sem fylgjast með hollenska boltanum. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá lærisveinum Aidy Boothroyd og virðist sem þjálfarinn sé ráðalaus. Hann stillti upp í 3-4-3 leikkerfi í fyrsta leik mótsins gegn Sviss. Leikkerfið virðist hafa átt að spegla það sem A-landsliðið gerir undir stjórn Gareth Southgate en það gekk engan veginn upp. Lokatölur 1-0 Sviss í vil og var stillt upp í hefðbundið 4-3-3 í næsta leik gegn Portúgal. Það gekk jafn illa en leikmenn virtust vart vita hvort þeir væru að koma eða fara. Liðið reyndi að spila út frá markverði en það gekk engan veginn upp og fór það svo að Portúgal vann leikinn 2-0. One shot on target from two games, rock bottom of Group D is where England U21s deserve to beDespite changes vs Portugal the fundamental issues from the Swiss loss remained, with slow and sloppy play through the thirds costlyMassive game on Wednesdayhttps://t.co/xdBLKtiVA4— Art de Roché (@ArtdeRoche) March 29, 2021 England því enn án stiga þegar tveimur leikjum er lokið. Það sem meira er, þá hefur liðið aðeins átt eitt skot á markið í leikjunum tveimur. Miði er möguleiki Á einhvern ótrúlegan hátt á England þó enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið þarf að vinna Króatíu og treysta á að Portúgal vinni Sviss. Sem stendur er Portúgal á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 3-0. Þar á eftir koma Króatía og Sviss með þrjú stig og markatöluna 3-3 á meðan England rekur lestina án stiga með markatöluna 0-3. Nánar má lesa um afhroð Englands á EM U-21 árs á vef The Athletic þar sem farið er ofan í saumana á vandræðum liðsins.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira